Úrval - 01.08.1968, Side 64

Úrval - 01.08.1968, Side 64
62 ÚRVAL Þar fann hann litla bronzlíkneskju klædda í silki og fjöldann allan af smápeningum umhverfis. Var þetta ekki Jumala heldur einhver óæðri guð. En svo kynntist Kadulin veiði- maður sjálfum töframanninum, sem hét Grigory Sorguchov, og þessi gamh maður sagði honum, að Jumala hefði verið flutt lengst út í mýrarflóann, og þar hefði henni verið komið fyrir á hólma einum ásamt öllum sínum auðævum. „Við höfum falið hana“, sagði hann, „og enginn maður mun nokkru sinni finna hana aftur“. Til þess að reyna að komast eft- ir því, hvað orðið hafi af hinni fornu gyðju, segir greinarhöfund- ur, hef ég ferðazt víða um Síberíu, farið að finna Kadulin, og setið á skjalasöfnum við að lesa skýrsl- ur presta frá keisaratímanum um átrúnað landsfólksins á guðum sínum. Þessar skýrslur bera það með sér, að leitinni að Jumala hef- ur verið haldið áfram allt til ársins 1917, að byltingin var gerð í Rúss- landi. En aldrei hafði nokkur mað- ur orðið til þess að segja prestun- um frá felustað hennar. Það er enn ókunnugt hvar Jumala er niður komin. En ég er sannfærð- ur um það, segir greinarhöfundur, að einn góðan veðurdag mun þessi felustaður á hólma í mýrlendinu og skógunum við norðanvert Ob- fljót, verða fundinn, og í jarðhús- inu þar munu finnast ógrynni af skinnum og peningum og ásamt spangarbrynju Yermaks, mun þar finnast sjálf hin einstæða gulllíkn- eskja, sem er fyrirmynd hinna ótölulegu tv.atryoshka, starandi á komumann hinum sömu augum og hún leit aðra gesti fyrir þúsund árum. Þetta var nú grein Teplovs, og ætla ég ekki að lengja málið með því að telja upp einstök atriði, sem henni ber saman við söguna í Heimskringlu. Það verður af því sem rakið var, undir eins ljóst, að vitneskja Snorra um Jómalatrúna er ekki bundin við nafnið eitt, held- ur einnig við það hvernig þeirri trú var háttað. Það er ekki um að villast að hann fer þarna með sanna sögu, og mun hverjum þeim finnast mikið um víðskyggni hans, sem gerir sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd. — En hinu vildi ég vekja athygli á, að sú kynngi, sem fylgir sögu Snorra, fær stuðn- ing af því sem haft er eftir 11. aldar manni, að gyðjan gullna sitji á haugi og tilbiðjendur hennar um- hverfis, en þegar gyðjan æpir, stígur þokumökkur frá vitum hennar. Er þarna greinilega verið að lýsa sambandsfundi slíkum, sem menn setja nú mjög gjarna 1 samband við miðla og þau fyrir- brigði, sem slíkir fundir hafa raun- ar verið kjarni allra trúarbragða frá upphafi vega. Þokan úr munni gyðjunnar, sem þarna er óefað ekki líkneskjan heldur kvenmiðill, er líkamningarmökkurinn, sem hin raunverulega Jumala myndast af þegar hún kemur að vitja fylgjenda sinna. Það er skiljanlegt mjög, þar sem slík fyrirbrigði voru svo öfl- ug með Björmum, að þeir Þórir og Karli skyldu verða fyrir undrum í ferð sinni, og þá sérstaklega í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.