Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 87

Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 87
AUGU ÞÍN KOMA UPP UM ÞIG 85 laglegri ungri konu. Þeir voru beðn- ir um að velja þá, sem félli þeim betur í geð. Önnur myndin olli miklu jákvæðari viðbrögðum en hin, og flestir sögðu, að þessi kona væri miklu meira aðlaðandi á allan hátt. Þeir sögðu t.d., að „hún væri þess háttar persóna, sem væri miklu in- dælli í viðkynningu" eða að „hún væri miklu alúðlegri og indælli á allan hátt.“ Myndirnar voru eins á allan hátt nema að því leyti, að sjá- öldrin á annarri myndinni höfðu verið stækkuð af ljósmyndaranum, þegar hann gekk frá myndinni, en sjáöldrin á hinni myndinni höfðu verið minnkuð. Og hvor myndin skyldi hafa fengið langflest atkvæð- in? Auðvitað sú, þar sem sjáöldrin höfðu verið stækkuð. Hvers vegna finnst okkur fólk meira aðlaðandi, þegar sjáöldur þess eru útþanin? Vísindalegar tilraunir hafa sýnt, að þegar einhver horfir á mann með útþöndum sjáöldrum, þá er slíkt merki um, að hinum sama geðjast að manni. Og fólk virðist skynja slíkt alveg ósjálfrátt. Þegar einhver horfir á mann með útþöndum sjáöldrum, jafnjvel þótt aðeins sé um mynd að ræða, þá virðist þetta gefa til kynna, að þeim hinum sama geðjist að manni eða mundi geðjast að manni, ef maður hitti hann eða hana. Við höfum til- hneigingu til þess að láta okkur geðjast að því fólki, sem við finn- um, að geldur slíkt í sömu mynt. Sams konar athuganir voru gerð- ar við háskólann í Missouri, en þá var stuðzt við lifandi fólk, en ekki ljósmyndir. Karl- og kvennemendur við háskólann voru beðnir um að velja sér félaga, þannig að það var aðeins um tvo að ræða, sem velja skyldi á milli, og voru þeir alveg eins klæddir. Þar að auki höfðu aðrir 200 nemendur áður látið það í ljósi með kosningu, að þeir álitu þá báða jafn laglega og aðlaðandi. Sérhver stúdentanna var beðinn um að velja þann, sem hann áliti, að yrði þægilegri í viðkynningu og auð- veldara að tala við, þar eða tilraun- in, sem gera ætti, hefði það í för með sér, að þeir yrðu að hafa nána samvinnu. Sjáöldur annars nemand- ans voru þanin út með hjálp augn- dropa. Þrisvar sinnum fleiri stú- dentar völdu þann með útþöndu sjáöldrin. Þegar þeir voru spurðir að því, hvers vegna þeir hefðu gert það, gátu þeir ekki gefið neina skýr- ingu, heldur sögðu þeir bara, að þeir hefðu valið þann, sem þeim fyndist „meira aðlaðandi“, „vin- gjarnlegri“ eða „alúðlegri". Þótt enginn þeirra segði, að valið byggist á sjáaldusstærðinni, þá lágu sann- anirnar fyrir, svo að ekki varð um villzt. Lítill strákur segir við félaga sinn: „Ég ætla mér að njóta vel þessara ára, áður en stelpurnar breytast í hitt kynið.‘ J. M.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.