Úrval - 01.08.1968, Side 100

Úrval - 01.08.1968, Side 100
98 ÚRVAL að gleyma því, hve bílnum hefur verið ekið mikið, þótt það sjáist greinilega á mælaborðinu. Lyfsalinn minn hefur skýrt mér frá því, að lyfjasalan hafi aukizt hjá honum upp á síðkastið. Á bak við afgreiðsluborðið hefur hann lítið tæki, sem dælir frá sér gam- aldags lyfjabúðarlykt. Rafmagnsteppi eru ilmborin með lavendililmi, vökvi í vindingahylki hefur jasminilm, nylonkaðlar hafa ilm af tjörguðum hampi, músagildr- ur eru gegnsósa í cheddarostlykt. Þeir pokar undir óhreinan þvott, sem mest seljast í New Yorkfylki, eru einmitt gegnsósa af ilmi af hreinu, fersku lofti. Þetta er heil fræðigrein, eins konar þeffræði, og ber fræðiheitið „osmics“. Fræði- grein þessi er farin að hafa geysi- mikil áhrif, og fyrir áhrif hennar stóreykst nú sala vissra tegunda af heimilistækjum, gosdrykkjum og bjór, tyggigúmí, tannkremi, sápu, snyrtivörum, gúmteygjum, bleki, kalkipappír, ritvélarböndum, nylonsokkum, gólfdúk, veggfóðri, lími, plastefnum, leikföngum, vefnaðarvörum og rúmdýnum. Nú hafa verið búin til tæki, sem eru svo nákvæm, að þau geta greint í sundur fólk á hinni einstaklings- bundnu lykt, sem hverjum manni fylgir. Dr. Andrew Dravnieks í Chicago er brautryðj andi í þeirri sérgrein „þeffræðinnar“. Hann hef- ur sýnt fram á það, að hvert her- bergi hefur sína sérstöku lykt. Og það, sem ræður þessari lykt, er málningin á veggjunum, bónið á gólfinu, bækurnar, húsgögnin og aðrir hlutir, sem í herberginu eru. Sá, sem kemur inn í herbergi, „tek- ur í sig svolítið af þeirri sérstöku lykt, sem í herberginu er, og hann skilur einnig eftir svolítið af sinni eigin lykt. Með lyktgreiningarvél geta rannsóknarlögreglumenn kannske sannað það einhvern tíma í framtíðinni, að grunaður maður hafi verið viðstaddur á vissum stað, já, sannað það með hjálp hinna ýmsu „ilmbrigða“, sem loða enn við líkama hans eða föt. Mannlegt þefskyn er mörgum sinnum næmara en mannlegt bragð- skyn. Maður getur fundið lykt af ethylalkoholi, þótt það sé ekki fyr- ir hendi í meira magni en 0,44% af þyngd loftsins, sem umhverfis hann er. Magnið verður að komast upp í 14% af þyngd, eigi hann aftur á móti að geta fundið bragð þess. Orðatiltækið „nef eins og á blóð- hundi“ gefur til kynna, að þefskyn dýrsins sé miklu næmara en mannsins. Ýmislegt virðist þó sanna hið gagnstæða. Vísindamaður einn, sem rannsakaði mannlegt þefskyn, hefur reiknað það út, að maðurinn geti greint það með hjálp þefskyns síns, þótt færri en 8 sameindir af lyktarsterku efni séu nálægt hon- um. Þú getur fundið lykt, sem myndast af einum 25 biljónasta úr dropa í einum rúmsentimetra af lofti. Engin mölfluga né hundur getur gert betur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.