Úrval - 01.08.1968, Page 110

Úrval - 01.08.1968, Page 110
108 ÚRVAL stúlkna, sem búa á hælinu hverju sinni, mega ganga frjálsar um hið stóra opna svæði, sem tilheyrir skól- anum. Aðeins 16 allraerfiðustu stúlkurnar eru settar á sérdeildina „Birkikofa", þar sem þær eru und- ir stöðugu eftirliti, þangað til þær hafa sannað það, að þær eigi það skilið að verða fluttar yfir á „opnu“ deildina. Og þaðan eru þær síðar sendar heim til reynslu. Þegar ég var skipaður eftirlits- ma'ður með hinum ýmsu uppeldis- stofnunum og öðrum opinberum hj álparstofnunum í Washingtonfylki árið 1964, vissi ég lítið sem ekkert um betrunarhælið „Hlynstíg“. Og því var ég dálítið kvíðinn, þegar ég fór þangað í heimsókn í fyrsta skipti. Því var þannig farið með mig og flest annað fólk, að mér fannst um- hugsunin ein um svo hræðilegt sið- leysi og afbrotahneigð meðal korn- ungra stúlkna viðbjóðsleg. En ég kom nú á skóla, sem var gerólíkur öllu, sem ég hafði áður ímyndað mér. Einkum var það andrúmsloftið í „Birkikofa“, sem gerði mig svo forviða, að ég vissi ekki, hverju trúa skyldi. Eg fór í margar heimsóknir þangað síðar meir, og það hefur verið mér alveg ógleymanleg lífs- reynsla að mega fylgjast með þeirri breytingu, sem verður á þessum ó- hamingjusömu, ungu stúlkum, er þær fara að læknast af sínum and- legu sjúkdómum, sem virzt hafa ólæknandi í fyrstu. Það var til dæmis hún Ramona Torres, (Öll nöfnin á stúlkunum eru tilbúin, en ævisögur þeirra eru aft- ur á móti sannar). Ramona var 16 ára gömul stúlka af mexíkönskum ættum. Telpan var ekki eldri en 14 ára, þegar móðirin var farin að mis- nota hana á hinn herfilegasta hátt. Á daginn lét hún barnið stela í ýmsum verzlunum, og á kvöldin var hún send inn á veitingakrár og vín- stúkur til þess að afla viðskiptavina meðal karlmannanna. Systur henn- ar þrjár voru allar forhert glæpa- kvendi, og faðir hennar sat í fang- elsi. Strax eftir komu Ramonu til „Birkikofa", æddi. hún fram í eld- hús, þreif hníf af einni eldhússtúlk- unni og sargaði með honum í úln- liðina og reyndi þannig að fremja sjálfsmorð. Allar aðrar stofnanir höfðu gefizt upp við Marian Black að fullu og öllu. Hún var 15 ára og var álitin mjög treggáfuð. Faðir hennar var áfengissjúklingur og hafði yfirgefið fjölskylduna, þegar Marian var að- eins 5 ára telpa. Móðir hennar var ólæknandi sjúklingur á geðveikra- hæli. Marian hafði alizt upp á yfir- fullum barnaheimilum, þar sem henni hafði alltaf fundizt, að eng- inn kærði sig vitund um hana. í sinni vonlausu þrá eftir fjölskyldu- lífi, er gæti veitt henni öryggi og hj artahlýju, hafði hún tekið til þess bragðs að gefast á vald karlmönn- um, sem gátu fengið sig til þess að misnota treggáfað barn. Þar var um að ræða eins konar afskræmingu kærleikans af hennar hálfu. Á ann- arri stofnun hafði hún að lokum reynt að stytta sér aldur. En hinar barnalegu sjálfsmorðstilraunir hennar mistókust, og þá greip hún til þess að loka allan umheiminn úti, umheiminn, sem var orðinn henni martröð. Og hún lifði sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.