Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 114

Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 114
112 ÚRVAL mig sem dóttur sína, heldur geta verið stolt af mér,“ ÞAR SEM VONIN DEYR ALDREI. .. . Það var heppilegt fyrir Christie, að Birkikofi“ var til. Fram til árs- ins 1961 höfðu allra erfiðustu stúlk- urnar á betrunarhælinu „Hlynstíg“ verið einangraðar í byggingu, sem bar hið aðlaðandi nafn „Regnboga- húsið“. Það var „lokuð“ deild, ætl- uð stúlkum, sem álitið var, að ekki yrði ráðið við án þess að svipta þær algerlega öllu frelsi. En forstöðu- kona „Hlynstígs", frú Helen Shank, áleit „Regnbogahúsið" vera algert neyðarúrræði, sönnun um ósigur velferðarþjóðfélags nútímans og hina hættulegu trú þess á það, að 15 ára stúlkur gætu verið svo spillt- ar, að ekki sé unnt að hjálpa þeim, heldur verði að loka þær inni eins og villidýr. Hún neitaði blátt áfram að viðurkenna slíkt álit. í stað „Regnbogahússins" vildi hún fá deild með úrvalsstarfsfólki og öllum hjálpartækjum nútímans, svo að þar yrði unnt að veita stúlk- unum alhliða og vandaða meðhöndl- un, bæði líkamlega og andlega. í draumahúsinu hennar áttu að vera íveruherbergi, sjúkrastofur, skóli og tómstundaherbergi fyrir 16 stúlkur. Allt átti að vera bjart og uppörv- andi, því að öll veröld stúlknanna mundi takmarkast af veggjum þessa húss, meðan þær dveldu þar. Það varð auðvitað að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir, en húsið mátti ekki líta út sem fangelsi. Þar mátti ekki vera nein „fangelsislykt". Það varð að fyrirbyggja það á einhvern hátt, að stúlkunum fyndist þær vera í fangelsi. Þetta átti að vera stað- ur, þar sem stúlkurnar fyndu, að öll von var ekki úti um betra líf þeim til handa. Það var reiknað með, að slík deild mundi kosta um 15 milljónir króna. Frú Shank fór til fjárveitinga- nefndar fylkisins og skýrði henni frá þessu draumahúsi sínu. Og með hjálp rökfimi sinnar og lagni við að fá aðra á sitt mál tókst henni að fá yfirvöldin til þess að veita nauð- synlegt fé á fjárhagsáætlun fylkis- ins árið 1959. Þessi fyrirhugaða framkvæmd var lögð undir dóm hinna almennu kjósenda, og þeir samþykktu hana. Sjálfsagt hafa þeir þá ekki gert sér í hugarlund, að þar væru þeir að gera alveg sérstaklega góð kaup. í árslok 1961 var svo „Birkikofi" tilbúinn til þess að taka á móti fyrstu íbúum sínum. Sama ár dró frú Shank sig í hlé sem forstöðu- kona „Hlynstígs“, því að hennar beið staða við nefnd þá, sem eftir- lit hefur með fangelsisdómum, af- plánun þeirra og lausn fanga úr fangelsi. Og varð hún fyrsta konan, sem tók sæti í nefnd þessari. Eftir- maður hennar á betrunarhælinu varð Thomas G. Pinnock, sem hafði áður verið aðstoðarmaður hennar. Við hann mælti hún þessi orð, þeg- ar hann tók við stöðunni: „Ég út- vegaði húsið. Nú verður það yðar starf að gera það að virku afli.“ Það varð að byrja alveg . frá grunni í samræmi við hina nýju meðhöndlunaráætlun, því að það voru ekki til nein fordæmi, sem unnt yrði að fara eftir. Á öllum öðr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.