Úrval - 01.08.1968, Síða 119

Úrval - 01.08.1968, Síða 119
BIRKIKOFI 117 urinn af samtölunum við hana meiri. Hún varð sífellt opnari gagnvart starfsfólkinu og fór jafnvel að leita hjálpar hjá því af sjálfsdáðum, þeg- ar henni leið sem verst. Og nú kom það sífellt oftar fyrir, að hún bar fram afsakanir, þegar hún átti erfitt með skap sitt. „Ég hef áhyggjur af barninu mínu,“ sagði hún þá. „Hvað verður um telpuna?" Fortell hringdi til skrifstofu barnaverndarnefndar og bað um upplýsingar um barn Lindu. Svo skýrði hann Lindu frá upplýsingum þessum. Upp frá því fékk hann upplýsingar um barnið með vissu millibili. „Þegar hún hafði loks skilið, að við vildum raunverulega hjálpa henni,“ segir Fortell, „skildi hún einnig, að hún yrði líka að leggja fram sinn skerf. Hún lauk skóla- námi sínu hjá okkur og fór nú að hugsa um að fá leyfi til þess að verða látin laus til reynslu. Það var einmitt hún sjálf, sem kom fram með þá uppástungu, að hún fengi að fara heim með barnið til móður sinnar í New York. Og hún sagðist vilja giftast barnsföðurnum, ef hann kærði sig um þær báðar, þegar hann slyppi úr fangelsinu. Þegar henni hafði skilizt, að það væri engin ástæða til þess að vera haldin sí- felldum ótta og að hún bar sjálf fulla ábyrgð á sínu eigin lífi, var hún flutt yfir á ,,opnu“ deildina á ,,Hlynstíg“. Og tveim mánuðum eft- ir það var hún send heim til reynslu. En nú setti barnaverndarnefndin sig í samband við dómstólana til að fá foreldraréttinn dæmdan af Lindu, svo hægt yrði að fá einhver hjón til þess að ættleiða barnið. Linda fór sjálf í réttarsalinn, og Michael Fortell og Tom Pinnock voru báðir með henni til aðstoðar. Þessi granna unga stúlka, sem var varla meira en stórt barn, varð nú að þola misk- unnarlausar yfirheyrslur í tvo tíma af tveim lögfræðingum og sálfræð- ingi, sem voru allir fastákveðnir í því, að fá hana yfirlýsta sem „ó- hæfa móður“. Linda, sem hafði aldrei getað hamið reiði sína áður fyrr, þótt hún yrði aðeins fyrir lítils háttar mót- stöðu, sýndi nú engin merki um reiði né móðursýki. Þegar lögfræð- ingarnir og sálfræðingurinn höfðu lokið yfirheyrslum sínum, sagði hún rólega við dómarann: „Ég veit, að ég hef hegðað mér rangt. Og ég veit lika, að ég gat ekki haft barn- ið mitt hjá mér fyrr en ég væri sjálf orðin fullorðin manneskja. En nú er ég reiðubúin til þess að sjá vel um barnið mitt. Ég þrái hana.“ Dómarinn dæmdi Lindu foreldra- réttinn yfir barninu. Þegar Linda hafði búið tvo mán- uði hjá móður sinni í New York, heyrði hún frá föður barnsins. Hon- um hafði verið sleppt úr fangelsi, en í fangelsinu hafði hann einmitt lokið skólanámi sínu eins og hún hafði gert á,,Hlynstíg“. Þar að auki hafði hann öðlazt iðnmenntun og hafði nú útvegað sér atvinnu. Hann bað hana innilega um að koma á sinn fund í Kaliforníu. Og þegar við fréttum af þeim síðast, var hann enn við sama starf, og barnið var byrjað að læra að ganga. Linda hefur sótt teikninámskeið og hefur fengið vinnu hálfan daginn. Hvor- ugt þeirra hefur komizt í kast við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.