Úrval - 01.08.1968, Síða 121

Úrval - 01.08.1968, Síða 121
BIRKIKOFI 119 ar og uppalendur eru aðeins mann- eskjur, sem þykir gott að fá hrós fyrir það, hvernig þær eru klædd- ar eða hvernig hár þeirra fer. Starfsfólkið á að fá að trúa því, að þú viljir láta hjálpa þér. Spurðu um álit þess á hinu og þessu. Leitaðu ráða hjá því, Sýndu því traust og aðdáun. Mér líkar ágætlega við „tíkina" mína . . . mér líkar ágæt- lega við starfsfólkið.“ Þessi góðu ráð eru nú hluti af námsefni starfsfólksins í „Birki- kofa“. Af þeim lærir það, að þegar erfiðu stúlkurnar verða skyndilega auðsveipar og prúðar, þá er það ekki alltaf vegna þess, að þær hafi í raun og veru breytzt. Þær eru bara að látast til þess að blekkja starfsfólkið. (Á stofnunum þeim, sem starfræktar eru í hinum gamla anda, er stúlkunum bara sagt að þegja og „halda sér á mottunni"). Jane var mjög snjöll leikkona, en það tekur samt ekki langan tíma að fletta ofan af svona látalátum í svo litlu og afmörkuðu samfélagi sem „Birkikofi" er, þar sem starfs- fólkið og stúlkurnar þekkjast brátt betur en hægt er að segja um með- limi í flestum fjölskyldum. Slíkt kemst alltaf upp. Dag einn kurraði Jane aðdáunarrómi við Tom Hugh- es: „Ó, herra Hughes, ég var ein- mitt að segja hinum stúlkunum, að þú værir alveg eins og hann Marlon Brando, þegar þú brosir!“ „Það var furðulegt,“ svaraði Hughes vingjarnlega, „því að ég hef frétt, að þér finnist ég líkjast hringjaranum í Notre Dame-kirkj- unni.“ Hann tók samanvöðlaðan bréfmiða upp úr vasa sínum og sýndi henni blýantsteikningu af ófreskju með herðakistil, en undir myndinni stóð skrifað: „Hr. Hugh- es“. Svo brosti hann breitt til henn- ar og bætti við: „Smjaður þitt er ekkert sérstaklega sannfærandi, Jane, en þú ert farin að teikna bet- ur en þú gerðir áður.“ Rauðhærða stúlkan eldroðnaði og æddi blótandi inn í herbergi sitt og skellti hurðinni á eftir sér. Hún hélt þar kyrru fyrir í 24 tíma. „Húsfor- eldrar“ hennar tóku þessu öllu með ró. „Ef þú vilt hegða þér eins og fimm ára barn, er það verst fyrir þig sjálfa,“ sögðu þeir við hana. „Okkar vegna máttu gjarnan sitja í fýlu inni í herberginu þínu, eins lengi og þú vilt. Við skulum færa þér mat og fylgja þér á salernið," Jane varð alveg tryllt af reiði og þeytti matarbakkanum í gólfið, svo að maturinn dreifðist út um allt herbergið. Nokkrar hreingerninga- konur hreinsuðu til í herberginu og sögðu bara við hana: „Já, svona hegða börnin sér nú. Það er alveg ótrúlegt, hvernig þau geta sóðað allt út.“ Jane uppgötvaði það eins og Linda, að móðursýkisköst og þrjózka voru alveg bitlaus vopn í „Birkikofa". Slíkt gerði hana bara að athlægi, og þessi skynsama stúlka vildi sízt af öllu verða sér til athlægis. Næsta dag bættist hún róleg í hóp hinna stúlknanna, og eftir þetta reyndi hún aldrei að lát- ast vera ósköp indæl og auðsveip eins og áður. Nú var hún fyrst til- búin til þess að breyta lífsferli sín- um. Ramona Torres var af allt ann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.