Úrval - 01.08.1968, Síða 124

Úrval - 01.08.1968, Síða 124
122 ÚRVAL þessa ósérfróða fólks á því, hvern- ig meðhöndlun stúlkurnar skuli fá, byggist ekki á háskólaþekkingu, heldur eingöngu á heilbrigðri skyn- semi. Og sérfræðingarnir meðal starfsfólksins bera mikla virðingu fyrir áliti þessa ósérfróða fólks í þessum efnum. Frú Goodrich segir, að það sé líka um aðra ástæðu að ræða fyrir því, að þetta ósérfróða starfsfólk sé einnig fengið til þess að leggja hönd á plóginn, hvað snertir enduruppeldi stúlknanna: „Við hér í ,,Birkikofa“ erum öll á sama máli um það, að það ber ætíð að forðast viss viðbrögð gagn- vart reiðiköstum óttasleginnar stúlku. Það má aldrei bregðast þannig við, að maður sýni sjálfur ótta eða reiði. En hvernig er hægt að krefjast slíks af venjulegri eld- hússtúlku, sem sér vandræðastúlku á eldhúsvakt rjúka til og grípa sax og ota því ógnandi að mönnum? Er hægt að krefjast slíks skilnings af húsverði eða viðgerðarmanni, sem á að gera við allt það, sem eyði- lagt er, þegar stúlkurnar sleppa sér? Fyrr áttum við í talsverðum erfiðleikum vegna hinnar fjandsam- legu afstöðu eldhússtúlkna, við- gerðarmanna og húsvarða, en nú er þessu öðruvísi farið. Nú skilur þetta fólk, hvað að baki slíkra hegðunarvandkvæða liggur, þar sem það er sjálft orðið þátttakendur í uppeldisstarfinu. Og einmitt þess vegna gleðst þetta ósérfróða starfs- fólk ekki síður en við sérfræðing- arnir yfir hverjum þeim votti um framfarir, sem stúlkurnar sýna. Þetta fólk hatar ekki lengur stúlk- urnar né óttast þær.“ í fyrsta skipti sem ég var við- staddur slíkan fund, hafði Christie Farrell búið þrjár vikur í „Birki- kofa“. Þessi stúlka, sem komið var með nauðuga á sínum tíma, æpandi og sparkandi, til „Birkikofa", var nú ekki lengur neitt agavandamál, þótt henni hefði reyndar verið vís- að um tíma inn í herbergi sitt, af því að hún hafði neitað að greiða gulrótarlitt hár sitt á snyrtilegan hétt og af því að hún hafði slórað tímunum saman í sjónvarpsherberg- inu án þess að læra eða vinna, En hún fékk góðar einkunnir í skólan- um. „Foreldrar mínir hafa sagt, að ég skuli virða reglurnar," sagði hún. „Það getur verið, að dvölin verði þér auðveldari hér, ef þú heldur reglurnar,11 sagði einn af kennur- unum, „en látir þú það eitt nægja, mun það samt ekki leysa eitt ein- asta af þínum raunverulegu vanda- málum.“ „Þýðir það, að ég eigi þess í stað að setja mér mínar eigin reglur?“ spurði Christie undrandi. Viðbrögð hennar sýndu greinilega, að hún yrði að dveljast áfram um hríð í „Birkikofa". Mál Jane Hutchins, hávöxnu, fal- legu stúlkunnar, var næst tekið fyr- ir. A síðasta fundinum, en þeir voru haldnir mánaðarlega, hafði hún bor- ið fram ýmsar afsaknir fyrir fyrri hegðun sinni og þeirri afstöðu, sem hún var komin í. Og afsakanir þess- ar höfðu svo sem hljómað nógu vel. „Þetta er allt sök pabba. Hann var svo óþroskaður," eða „ég komst í slæma klíku í skólanum." En á þessum fundi leitaði hún ekki að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.