Úrval - 01.08.1968, Síða 129

Úrval - 01.08.1968, Síða 129
BIRKIKOFI 127 stúlkur árlega. Það hefur með öðrum orðum náðst góður árangur í 95 af hverjum 100 tilfellum! í þau 6 ár, sem „Birkikofi“ hefur starf- að, hefur aðeins ein stúlka þaðan lent í fylkisfangelsinu. Það verður samt að álíta, að starfsfólk „Birkikofa" hafi beðið ósigur, hvað Marian Black snerti, að minnsta kosti enn sem komið er. Framfarir hennar í „Birkikofa“ voru aðdáunarverðar, en þegar hún var flutt á opnu deildina, fannst henni sem hún stæði að nýju andspænis fjandsamlegri veröld, sem hefði engan áhuga á henni. Og því dró hún sig aftur inn í hina fyrri skel. Það kom greinilega í ljós, að hún gæti ekki spjarað sig án stöðugs og nákvæms lækniseftirlits, og því var hún flutt á barnadeildina á fylkissjúkrahúsinu. Þar eru við- brögð hennar jákvæð við þeirri gaumgæfilegu og stöðugu með- höndlun, sem hún fær þar. En fram- farirnar eru samt hægar. Það er mögulegt, að það fari eins fyrir henni og móður hennar, þ. e. a. s. að hún dæmist til þess að eyða allri sinni ævi sem sjúklingur á opin- berum stofnunum. En enn þá hafa menn samt ekki gefið upp alla von um auðugri og mannúðlegri tilveru henni til handa. Ramona Torres hefur gifzt land- búnaðarverkamanni og á mjög bráð- lega von á barni. Maðurinn hennar hefur að vísu notið mjög lítillar skólamenntunar, og þar að auki hefur hann gerzt brotlegur við lög- in oftar en einu sinni. En hann hef- ur samt ekki átt í neinum útistöð- um við lögregluna, síðan hann gift- ist, og sama er að segja um Ram- onu. Því miður eru fjárhagsástæð- ur þeirra mjög bágbornar, en samt hefur þeim tekizt að sjá fyrir sér sjálf hingað til án opinbers styrks. Sá, sem hefur eftirlit með Ramonu, lýsir heimili hennar þannig, að það sé „þriggja herbergja skúr, en þar sé allt hreint og í röð og reglu.“ Og hann tók það sérstaklega fram, að hún hafi búið til blómakassa og komið þeim fyrir fyrir utan glugg- ana. Eftirlitsmaður hennar álítur hana að vísu enn vera í hópi þeirra, sem brugðið getur til beggja vona um, en samt er möguleiki á því, að sjálfsvirðing sú, sem Ramona öðlaðist í „Birkikofa", muni hjálpa henni í núverandi erfiðleikum henn- ar og gera henni kleift að eignast bjartari framtíð. Jane Hutchins, fallega, rauð- hærða stúlkan með háu greindar- vísitöluna, er nú í leikskóla, og gengur henni alveg prýðilega. Saga Christie Farrell er þó að öllum lík- indum sú athyglisverðasta enn sem komið er. Hún leggur stund á þjóð- félagsfræði við háskóla og hefur þegar tekið fyrsta hluta af prófi sínu. Það er ætlun hennar að helga líf sitt starfinu fyrir ungar stúlkur, sem eru á leið út á afbrotabraut- ina. Tammy Wells, sem var „húsmóð- ir“ við hádegisverðinn, sem ég snæddi í annarri heimsókn minni til „Birkikofa", flutti heim til afa síns og ömmu eftir dvölina á „Hlyn- stíg“. Hún vann sér inn dálitla pen- inga við barnagæzlu, á meðan hún gekk í menntaskóla, og trúlofaðist svo fljótlega ungum manni, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.