Úrval - 01.09.1971, Side 13

Úrval - 01.09.1971, Side 13
REYNDU AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN ÞIG 11 gagnfræðaskóla, því að hann var svo lágvaxinn og pervisinn og hafði ferigið lömunarveikina. Og sama sagan endurtók sig á háskólaárum hans. Fjölskyldan var þá einnig á móti því, að hann léki knattspyrnu. En Jerry LeVias talar oft við sjálf- an sig, og hann talar enga tæpi- tungu við sjálfan sig. LeVias sagði við LeVias: ,,Sko, eina leiðin til þess að verða ekki troðinn undir er að vera alltaf á hreyfingu. Taktu aldrei tvö skref í sömu átt. Bezti möguleiki þinn til þess að .sigra hávaxinn varnar- mann er að fá gott, hátt kast. Hann heldur þá, að þú náir ekki til bolt- ans, og slakar á og verður ekki á verði. Og þá stekkur þú mjög hátt í loft upp og grípur boltann. (Ath. amerísk knattspyrna. Þýð.) Hann lýsti hvað eftir annað fyr- ir sjálfum sér þannig aðstæðum á vellinum, að hann stykki hátt í loft upp á síðustu sekúndum leiks- ins og tækist að grípa boltann og koma honum sína leið og tryggja liði sínu þannig sigurinn. Og þess- ar ímynduðu aðstæður urðu raun- verulegar 1 fyrsta leik hans í Suð- vesturfylkjakeppninni. LeVias vissi nákvæmlega, hvað hann átti að gera. Þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum og það leit út, sem lið hans mundi ekki vinna, bað hann einn liðsmannanna um langt, hátt kast. Kastið virtist allt of langt. En LeVias stökk svo hátt í loft upp, að hann „gnæfði“ yfir varn- armanninn, náði boltanum þannig með annarri hendinni og tókst svo að tryggja liði sínu sigurinn. f knattspyrnukeppnum á háskólaár- um sínum tókst honum að afreka þetta sjö sinnum í viðbót á síð- ustu sekúndum leiksins, er lið hans virtist vera að tapa, og tryggði liði sínu þannig fyrsta sæti í Suðvest- urfylkjakeppninni á 18 ára tíma- bili. Mönnum fannst þetta hálfgert kraftaverk. LeVias komst í landsliðið. Fólk sagði við hann: „Þú skalt ekki fara út í atvinnumennskuna“. En LeVias sagði þá við LeVias: „Þú getur stokkið svolítið hærra og hlaupið svolítið hraðar“. Og hann skaraði stórkostlega fram úr öðrum liðs- mönnum „Houston Oilers“-liðsins stráx á fyrsta keppnistímabilinu. Þannig hafði lítill maður gert sjálf- an sig að „meistara“ í atvinnu- íþróttagrein, sem er einkum stund- uð af hávöxnum mönnum. Hægt er að ná betri árangri í næstum hvers konar sköpunarstarfi með því að að ræða starfið við sjálf- an sig. Allir geta lært að skapa hugmynd í huga sér, útvíkka hana og þróa, bæta við hana og full- komna hana, þangað til hún hefur tekið á sig hagkvæma og heppi- lega mynd. Hugmyndin getur snú- izt um það, hvernig þú eigir að vinna starf þitt á nýjan hátt, hvern- ig þú eigir að ala upp börnin þín, stækka húsið þitt á ódýran hátt eða finna nýja leið til þess að selja vörur fyrirtækis þíns. Þegar við ræðum við sjálf okk- ur um slík vandamál, þá erum við á vissan hátt að fá hinum náung- anum, sko, þessum í undirvitund- inni, starfið í hendur. Þegar við erum búin að segja honum frá vandamálinu, mun hann halda á-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.