Úrval - 01.09.1971, Side 15

Úrval - 01.09.1971, Side 15
REYNDU AÐ TALA VIÐ SJÁLFAN ÞIG 13 an sig er hann aS ræða við sína tortryggnustu hlustendur, erfiðustu viðskiptavinina, og því verður hann miklu meira sannfærandi fyrir bragðið“. Slíkar innri samræður geta verið prýðileg þjálfun undir sérstaka þolraun, sem bíður manns. En sum- ir nota þær einnig í stöðugri þjálf- un sinni, sem miðar að því að vera reiðubúinn að mæta óvænt- um tækifærum og grípa þau og fylgja þeim eftir. Eftir verðhrunið mikla árið 1929 talaði velstæður bóndi einn í Irwin, í Ohiofylki, Glen Mcllroy að nafni, oft við sjálfan sig er hann ók um Union- hrepp. Hann sá, að margar góðar jarðir voru farnar í eyði. Þar var um að ræða leiguliða, sem gefizt höfðu upp. Hann sá illgresið breið- ast út og dafna viku eftir viku, sá vélarnar ryðga niður, og hann sagði við sjálfan sig: „Charles Neer gæti komið þessu búi á réttan kjöl aft- ur. John Brown gæti haft kúabú hér með úrvalskúm af Duroc-Jers- ey-kyni og grætt. Ég gæti gert mér mat úr þessari brekku þarna! Við gætum haft sameiginleg innkaup. Við gætum svo fengið Bernie til þess að sjá um söluna fyrir allt svæðið. Kannske gætum við jafn- vel. . . Rigningardag einn árið 1933 bað einn af framkvæmdastjórum járn- brautarfélagsins Mcllroy um að líta inn á skrifstofuna hjá sér. „Járn- brautarfélagið er eigandi að 32 jörðum, sem farnar eru í eyði hérna meðfram járnbrautarteinunum eða rekin eru með tapi. Hvað getum við gert í málinu“? Nokkrum dögum síðar sneri Mc- Ilroy aftur til skrifstofunnar ásamt þeim Charles S. Neer og John T. Brown og hafði þá meðferðis áætl- un um stofnun hlutafélags. er bera skyldi heitið Jarðstjórn hf. Mcllroy skýrði framkvæmdarstjóranum frá því, að þeir félagarnir væru reiðu- búnir að taka að sér að reka þessi bú þannig, að þau skiluðu hagnaði, og að þeir vildu hefjast handa næsta mánudag. Yfirmenn járnbrautarfélagsins at- huguðu áætlunina frá öllum hlið- um og gengu að uppástungu þeirra félaga. Jarðstjórn hf. varð smám saman að stóru hlutafélagi, sem rak bú í fjórum fylkjum fyrir eigend- ur, sem sátu ekki búin sjálfir, held- ur bjuggu annars staðar. Fram- kvæmdastjóri járnbrautarfélagsins sagði síðar við Mcllroy: „Ég hef alcfrei getað skilið, hvernig þér tókst að semja þessa áætlun um stofnun og rekstur hlutafélagsins ó einum fjórum dögum“. „Það gerði ég heldur ekki“, svar- aði Mcllroy. „Ég hafði rætt málið við sjálfan mig í þrjú ár samfleytt“. Þeir, sem æfa sig þannig til þess að verða tilbúnir að láta drauma sína rætast við heppilegt tækifæri, skynja vísbendinguna um það, hvenær hið rétta augnablik hafi runnið upp. Og þá eru þeir til- búnir. Galdurinn er ekki fólginn í því að tala, heldur í að hlusta. Emerson mælti einnig þessi orð: „Maðurinn ætti að læra að greina þann ljósgeisla, sem skýzt yfir huga hans innan frá, og fylgiast með honum“. Afreksmenn hafa alltaf gert sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.