Úrval - 01.09.1971, Page 16
14
ÚRVAL
góða grein fyrir þýðingu og notkun
slíks eintals. Og sumir hafa gerzt
sannkallaðir listamenn á því sviði.
Simon Ramo, sem hefur gegnt mik-
ilvægu hlutverki í byitingu þeirri,
sem orðið hefur á sviði rafeinda-
tækninnar, hafði tryggt sér 25
einkaleyfisréttindi, þegar hann var
aðeins þrítugur að. aldri. Hann
gerðist einn af stofnendum fyrir-
tækisins TRW hf., sem ræður nú
yfir 1,6 billjón dollara fjármagni,
og er aðstoðarforstjóri þess. Hann
hefur skrifað níu bækur, þar á
meðal tvær metsölubækur, og er
einnig gistiprófessor við Tæknihá-
skóla Kaliforníufylkis.
Hvernig getur einn maður af-
kastað öllu þessu? Að vísu er ekki
til nein forskrift fyrir slíku, en
starfsbræður hans leggja mikla á-
herzlu á þá staðreynd, að Ramo
lætur sér ekki nægja skrifstofur
sínar hjá TRW hf. né Tækniháskóla
Kaliforníufylkis, heldur leigir hann
líka litla skrifstofu í Beverly Hills-
hverfinu í Los Angeles. Skrifstofa
þessi er felustaður, enda er hún
hvergi skráð. Þegar annirnar eru
sem allra mestar, dvelur hann þar
um klukkutíma á degi hverjum.
Og klukkutíma þessum eyðir hann
til þess að horfa fram á veginn og
skipuleggja fyrir framtíðina. En
hann lætur ekki hugsanir sínar
reika skipulagslaust. Hann hefur
með sér sundurliðaðan lista yfir þau
atriði, sem hann þarf að velta vöng-
um yfir, líkt og hann væri að fara
á viðræðufund, þar sem hann ætti
að hitta sérfræðinganefnd. Segja
má, að svo sé á vissan hátt. Vís-
indamaðurinn Ramo er að ræða við
þjóðfélagsfræðinginn Ramo og einn-
ig við framleiðandann, sölustjór-
ann og hagfræðinginn.
Auðvitað gætu fæst okkar rétt-
lætt það að taka á leigu skrifstofu
til þess eins að koma þangað til
þess að hugsa í smástund í einu.
En slíkt er ekki heldur nauðsyn-
legt. Það, sem skiptir máli, er að
fara að þessum ráðum franska
spekingsins Blaise Pascal: „Mað-
urinn á innri samræður við sjálf-
an sig, samræður, sem honum ber
að stjórna mjög vel“. Það getur
sannarlega borgað sig „að stjórna
hinum innri samræðum sínum“ í
stað þess að láta þær snúast handa-
hófslega um lítilsverð efni.
Sex ástralskir skemmtiferðamenn af hafskipinu „Oronsay" höfðu tek-
ið sér bíl á leigu, meðan skipið var í höfn. Og bíllinn bilaði í 100 mílna
fjarlægð frá hafnarbænum. Viftureimin hafði slitnað. Skipið átti að
halda úr ihöfn þá um kvöldið. Nú voru góð ráð dýr. Ein konan gérði
sér þá svo lítið fyrir að fara úr sokkabuxunum. Og svo voru þær not-
aðar i viftureimar stað, og þau náðu til skips í tæka tíð.
Phyllis Battelle.