Úrval - 01.09.1971, Qupperneq 17
15
Viltu auka ordaforda |þinn ?
Hér á eftir fara 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu Þina í islenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
þvi að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina merkingu að ræða.
1. að iiafa döngun i sér til e-s: að hafa löngun til e-s, að hafa ógeð á e-u,
að hafa dug i sér til e-s, að hræðast e-ð, að hlakka til e-s, að gruna e-ð,
að búast við e-u.
2. uppburða(r)lítill: ónýtur, orðfár, mjósleginn að ofanverðu, óframfærinn,
hokinn, sparsamur, feiminn.
3. byðna: krukka, skass, stór og digur kona, kæna, lítið matariiát úr tré,
gímald, töf.
4. dólegur: óálitlegur, efnilegur, klaufalegur, bragðlegur, græðgislegur, uppi-
vöðslusamur, óttasleginn.
5. 'breði: sax, vöndull, frost, Ihrútur, jökull, stórvaxinn maður, tarfur.
6. sledda: sleði, sleggja, rigningardemba, él, kröpp alda, stór hnífur, stór-
gerð kona, skass.
7. slauksamur: gráðugur, drykkfelldur, masgefinn, kvensamur, eyðslu-
samur, imýrlendur, þýfður.
8. raup: ráf, drykkjuskapur, niðurgangur, hik, gort, sjálfshól, óvissa, uppköst.
9. freði: ruddi, sóði, þíða, ruddaskapur, klaki, kuldi, úlfur.
10. saupsáttur: litillátur, ánægður með tilveruna, rólyndur, drukkinn, þjáll,
óþjáll, ósáttur,
11. svarkur: flagð, sóði, hvassviðri, brim, skass, úrhellisrigning, hrakningar.
12. ósleitilega: rösklega, letilega, flausturlega, seinlega, svikalaust, lævíslega,
Ihreinskilnislega
13. skekta: rangi, vindingur, hristingur, lítill bátur, frávik frá beinni stefnu,
veiðarfæri, poki, fata.
14. gapaldur: 'fiflalæti, kjaftakind, glanni, gón, stórt op, flenna, sérstakur
galdrastafur.
15. að gantast: að fljúgast á, að gabba, að þjóta, að slæpast, að glettast við,
að ybba sig, að rífast.
16. að róa rambinn: að róa lífróður, að ganga um gólf, að tvístíga, að rugga
sér í sæti sínu, að ganga með vaggandi göngulagi, að kvarta, að jagast.
17. þjösni: bráður og framhleypinn maður, sóði, ruddi, fituklumpur, hrotti,
kjáni, klunni, klaufi.
18. klinka: skrá, hurðarloka, peningar, löm, lykill, lás, hljómur.
19. að róskota: að gjóta augunum, að sýna yfirgang, að róta í, að smeygja
Sér, að færa úr lagi, að dylgja, að skammast.
20. hvefsinn: hæðinn, móðgunargjarn, sem hættir til að fá kvef, hneigður til
að bíta £rá sér, viðbra'gðsfljótur, svifaseinn, orðhvatur, glettinn.