Úrval - 01.09.1971, Side 20

Úrval - 01.09.1971, Side 20
18 ÚRVAL legg söluferðir mínar þannig, að ég heimsæki hvert heimili nákvæm- lega þrisvar sinnum á ári. Þannig verður fólk ekki þreytt á mér. Ég er kurteis. Ég þakka fyrir mig, hvort sem þið kaupið af mér eða ekki. Ég vil, að fólk líti á mig sem ágætismann." Þegar komið var til dyra, byrjaði Herbie alltaf fyrst á að bjóða vörur sínar: „Nokkra pottaleppa í dag? Kannske fallegt rautt hárband handa litla drengnum?11 Kn hann vonaðist alltaf til að fá tækifæri til að staldra svolítið lengur við og masa við heimilisfólkið. Það var sú aðferð, sem hann notaði til þess að deyfa einmanakennd sína. Hann tal- aði um móður sína, sem honum hafði þótt mjög vænt um. A sumr- in heimsótti hann alltaf kirkjugarð- inn á Kórónuhæð á hverjum sunnu- degi og lagði blómvönd á leiði henn- ar. Hann hafði fest kaup á grafar- stæði við hliðina á gröf hennar. Og á tvöfalda legsteininum vár einnig rúm fyrir nafn hans, fæðingardag og dánardag. í marzmánuði árið 1968 hafði hann valið sér gráa líkkistu og greitt fyrirfram fyrir útfarar- kostnað sinn. Sú upphæð nam 749 dollurum og 26 centum. Viðskiptavinir Herbie vissu, að hann sá mjög eftir einu. Hann sagði öðru hverju við flesta þeirra: „Ég hefði átt að giftast, þegar ég var ungur. Það er einmanalegt líf að eiga enga ættingja. Ég á engan að.“ Hann skýrði frá þessu með rólegri röddu, en alls ekki þannig, að ætla mætti, að hann væri að biðja fólk um að vorkenna sér. Og húsmóðirin komst þá jafnan í vandræði. Hún vildi halda áfram við heimilisstörfin, en var samt snortin af orðum Herbies. Og hún flýtti sér jafnan að segja: „Nei, því er alls ekki þannig farið, Herbie! Þú átt fjöldann allan af vinum.“ „Ja, ég hitti reyndar heilmargt fólk í starfi mínu,“ svaraði hann þá jafnan. Svo tók hann upp pokana sína og flýtti sér yfir að næsta húsi. Hann gekk stuttum, hröðum skref- um, svo að hann virtist næstum hlaupa við fót. Þessi granni, lotni maður hægði aldrei á sér, hvorki að sumarlagi, þegar hitinn var slík- ur, að enni hans var baðað svita, né að vetrarlagi, þegar kuldinn var slíkur, að tárin runnu úr örlítið út- stæðum augum hans og sultardrop- ar mynduðust í sífellu í nefi hans. Herbie var fólki stundum til ama, þótt hann ætlaði aldrei að vera það. Stundum kom það fyrir, að önnum kafin húsmóðir-, sem sá hann koma skokkandi upp garðstíginn, ákvað að svara ekki, er hann barði að dyr- um. En flestar þær húsmæður, sem slíkt gerðu, fundu til sektarkennd- ar, og venjulega bættu þær fyrir þetta með því að kaupa meira en þær höfðu þörf fyrir í næstu heim- sókn hans. Allir kunnu að meta stolt hans, sjálfsvirðingu og sjálfstæðisvilja. Hann vann fyrir viðurværi sínu á erfiðan hátt. Hann bað aldrei um neitt, nema kannske vatnsglas ein- staka sinnum, þegar það var sér- staklega heitt í veðri. Og hann reyndi aldrei að selja nágrönnum sínum nokkurn hlut. „Ég er ná- granni ykkar,“ sagði hann við hús- mæður í nágrenninu, sem buðust til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.