Úrval - 01.09.1971, Qupperneq 23

Úrval - 01.09.1971, Qupperneq 23
HVER SYRGIR HERBIE WIRTH? 21 bílstjórar, leigubílstjórar, sendi- bílstjórar og sendlar lögðu bifreið- um sínum fyrir utan kirkjugarðinn og gengu næstum heila mílu til grafarinnar. Ungar mæður komu með lítil börn í fanginu og reyndu að skýla þeim fyrir ísköldum næð- ingnum. Presturinn varð að stöðva bifreið sína, þegar hann átti eftir tvær götu- lengdir að kirkjugarðinum, því að allar götur í kringum hann voru troðfullar af bifreiðum. Hann tók stóran krók og ók að öðru hliði kirkjugarðsins. Inni í kirkjugarðin- um voru kirkjugarðsstarfsmenn að stjórna umferð gangandi fólks um hina þröngu gangstíga, sem voru troðfullir af fólki. Presturinn varð mjög undrandi. Hann reyndi að muna, hvaða meiri háttar borgara ætti að jarðsetja þennan dag. Hann lagði bifreiðinni skammt frá hlið- inu. Og þegar hann var á leið til grafarinnar, gerði hann sér skyndi- lega grein fyrir því, að allt þetta fólk hlaut að vera komið til þess að fylgja Herbert Wirth til grafar. Hann varð steinhissa. Kirkjugarðsstarfsmennirnir höfðu ekki búizt við slíkum mannfjölda. „Starfsmenn okkar komu allir á vettvang og reyndu að stjórna um- ferðinni, en þeir réðu ekki við neitt,“ sagði kirkjugarðsstjórinn síð- ar. „Það hljóta að hafa verið 600 bifreiðir við kirkjugarðinn. Enginn veit, hve mörgum bifreiðum hafði verið lagt lengra í burtu né hversu margir komust ekki nálægt kirkju- garðinum vegna umferðarinnar og óku því burt.“ NÝ VIRÐING Robert C. Braun, framkvæmda- stjóri Sögustofnunar Indianafylkis, hafði einnig munað eftir Herbie og vörupokunum hans. Og hann ákvað að fylgja honum til grafar, ef ske kynni, að enginn annar yrði til þess. Hann varð því undrandi eins og aðrir á þeim mannfjölda, sem streymdi til grafarinnar. Svo minnt- ist hann þess skyndilega, að gamla kirkjugarðsklukkan frá 1888, sem hékk í háa turninum uppi yfir gamla biðskýlinu í kirkjugarðinum, hafði nýlega verið gerð upp og var nú tilbúin til notkunar. Henni hafði líklega ekki verið hringt í rúm 40 ár'. Hann gekk að klukkustrengnum og byrjaði að toga í hann. Og nú tóku skærir hljómarnir að berast frá turninum. Þeir heyrðust í tveggja mílna fjarlægð. Hann hringdi sleitulaust í hálftíma, þang- að til hann hafði fengið blöðrur í greiparnar. Svo hringdi hann út- fararhringingunni. Það kváðu við nokkrir einstakir hljómar, og á milli þeirra voru langar þagnir, þrungnar trega. Það snjóaði. Þegar klukkan var orðin hálf ellefu, tók presturinn sér stöðu við gröfina. Hann horfði út yfir mannþyrpinguna. Þarna voru saman komnir á annað þúsund manns. Hann fann „hlýjuna streyma frá þessu fólki. Það vildi raunveru- lega fylgja Herbie Wirth.“ Hann hóf stutta, innilega útfararræðu, og í henni komst hann meðal annars svo að orði: „Herbert Wirth dreymdi aldrei um, að hann ætti svona marga vini. f þessum kalda heimi, sem er stundum svo kærleikslaus,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.