Úrval - 01.09.1971, Síða 26
24
ÚRVAL
ella, og nú hóta þeir öðru stríði, ef
ísraelsmenn yfirgefi ekki arabisku
landssvæðin, sem þeir hertóku árið
1967. Vegna tilmæla Bandaríkja-
manna voru hafnar tilraunir fyrir
nokkrum mánuðum til þess að kom-
ast að samkomulagi. En vandamál-
in voru geysileg, og raunverúlegur
friður virðist vera miklu lengra
undan en nokkru sinni fyrr.
Þarfnist ísraelsmenn óbugandi
leiðtoga á þessum hættulegu tím-
um, þá leikur enginn vafi á því, að
þeir hafa fundið hann. Þessi 73 ára
gamli kvenskörungur er þeim sann-
ur leiðtogi. Arabar og aðrir gagn-
rýnendur ásaka Goldu um að vera
ósveigjanlega þrjózk. Aðdáendur
hennar kjósa heldur að segja, að
hún sé „viljasterk". Þegar David
Ben-Gurion, fyrrverandi forsætis-
ráðherra ísraeis, útnefndi hana sem
utanríkisráðherra árið 1956, lýsti
hann yfir því með miklu stolti, að
hún væri „eini karlmaðurinn“ í
ráðuneyti hans.
Nú nýtur Golda stórkostlegs
stuðnings meðal almennings í ísra-
el. ísrael líkist helzt ljónagryfju á
stjórnmálasviðinu. Þar er hver hönd-
in uppi á móti annarri. Á þingi
ísraels, sem nefnist Knesset og tel-
ur 120 þingmenn, eru 13 stjórn-
málaflokkar. En samt sýna skoðana-
kannanir stöðugt, að 75% kjósenda
eru samþykkir henni í ýmsum
málum. Ein ástæðan fyrir því mikla
áliti, sem hún nýtur, er sú, að flest-
um ísraelsmönnum finnst sem Golda
hafi alltaf verið virk á stjórnmála-
sviðinu. Hún hefur tekið þátt í op-
inberum málum í rúm 40 ár. Raun-
sæ viðhorf hennar og viðbrögð við
vandamálum þjóðarinnar hafa allt-
af einkennzt af þessari spurningu:
„Er þetta gott eða slæmt fyrir Gyð-
inga?“ Eitt sinn viðhafði hún þessi
orð um möguleika á lipurð í samn-
ingum við Araba: „Við ætlum okk-
ur að lifa áfram. Nágrannar okkar
vilja okkur feiga. Þetta vandamál
veitir því ekki mikið svigrúm fyrir
samningalipurð."
RÍKISSTJÓRNIN í
ELDHÚSINU
Sem forsætisráðherra stjórnar
Golda fundum ríkisstjórnar sinnar,
en hinir ráðherrarnir eru allir karl-
kyns. Og hún stjórnar fundum þess-
um á svipaðan hátt og kennslukona
heldur uppi aga í böldnum bekk.
Þegar ráðherrarnir ræða sín á milli
á fundunum, ber Golda í borðið til
merkis um, að hún vilji fá hljóð og
að fundarsköp skuli höfð í heiðri.
Eitt sinn sagði hún einum ráðherr-
anum, að hann skyldi leggja frá sér
dagblaðið, sem hann var að lesa.
„Þetta er ekki lestrarsalur!" sagði
hún byrstum rómi.
En hún getur einnig verið við-
kvæm og blíð. Þegar hún var utan-
ríkisráðherra, fór kona ein fram á
að fá viðtal við hana, en kona þessi
hafði misst syni sína í stríðinu árið
1956. Ritari Goldu sagði konunni,
að hún gæti aðeins fengið 10 mín-
útna viðtal. En þegar þessi sorg-
bitna kona var komin inn í skrif-
stofu Goldu, tók hún biblíu upp úr
fórum sínum og fór að lesa heila
kafla úr henni upphátt. Golda hlust-
aði þolinmóð í rúma klukkustund.
Hún draup höfði og hlustaði af at-
hygli. En á meðan fjölgaði stöðugt