Úrval - 01.09.1971, Page 33
31
HVE STÓRT ER FORÐABÚR HÁFSlNS?
á hverri tegund á hverju svæði á
næstu árum, setja verður strangar
reglur um fiskveiðar og leysa land-
helgismál og mál er varða fiskimið
á opnu hafi. Allt verður þetta, seg-
ir Bogdanof, að byggja á yfirveg-
aðri vísindalegri afstöðu til skipu-
lagningar fiskveiða.
Það rannsóknarstarf, sem þegar
hefur farið fram, hefur sýnt, fram
á það, að í blindu fálmi sínu á höf-
unum hefur maðurinn í fávizku
sinni verið að útrýma verðmætri
næringu, sem þar er að finna.
í Suður-íshafi er mikið magn af
smáum krabbadýrum, sem hvalir
lifa á. Fyrir aðeins nokkrum árum
var gert ráð fyrir því, að hvalir ætu
um 150 milljónir smálesta af þeim
á ári. Nú hefur hvalastofninn
minnkað verulega, og enginn nær-
ist lengur á þessum krabbadýrum.
Sovézka rannsóknarskipið Alex-
andr Knípovítsj hefur um þriggja
ára skeið veitt þessi krabbadýr í
tilraunaskyni, og unnið hefur ver-
ið að því að búa til úr þeim nær-
ingarríkt og bragðgott mauk. Ef
þessi aðferð yrði tekin upp í stór-
um stíl, væri hægt að framleiða á
hennar grundvelli ca. 150 milljónir
smálesta af eggjahvítuauðugri fæðu,
eða næstum því tvisvar sinnum
meira en allir fiskimenn heims
veiða nú.
Virk „hafrækt" mun verða til
bæði sem fiskirækt og plönturækt,
sem sérfræðingar annast. Þá verður
að vinna að aukinni framleiðni
hafsins á vissum svæðum, fyrst og
fremst við strendurnar, m.a. með
því að bera áburð á hafsbotninn.
Bogdanof segir að lokum í viðtal-
inu, að hér sé ekki um hugarflug
eitt að ræða, heldur verkefni, sem
brýnt sé orðið og verði að byrja á
nú þegar, meðan höfin enn eru mik-
ið forðabúa.
Ég starfa sem aðstoðarkennari á lesstofu í gagnfræðaskóla. Og ég
komst fljótt að því, að um leið og ég .hætti að ihafa auga með nemend-
unum og fór að merkja við nöfn viðstaddra í nemendaskránum, þá var
friðurinn úti. Því létti mér mikið, þegar skólastjórinn sa.gði, að ég
þyrfti ekki að merkja lengur. E'n nemendurnir voru iþað ekki. Einn
piltur spurði ólundarlega: „Hvers vegna merkirðu ekki við þá, sem
eru viðstaddir?"
Eg svaraði i samræmi við það fyrsta, sem mér kom í hug: „Merk-
ingin er framkvæmd af tölvu í dag. Gjörið svo vel og sitjið kyrr í
sætunum, svo að hún merki ekki, að þið séuð fjarverandi."
Og mér til mikillar undrunar brosti enginn né hló, og enginn efaðist
um orð imin né spurði mig írekar. Þess í stað sátu allir nemendurnir
grafkyrrir í sætum sínum. Það var líktj og þeir væru; festir við sætin af
ósýnilegu, alsjáandi rafeindauga . .. sem reyndar var ekki til.
Frú George W. Allen.