Úrval - 01.09.1971, Síða 35
HVAÐ STJÓRNAR ARSTÍÐAFERÐUM LUNDANS
33
tíma ársins, sem stormasamast er.
— Vetrarmánuði, frá októberlokum
fram í marz, hefur lundinn sjaldan
sézt á miðju Norður-Atlantshafi, en
frá þeim tíma og fram í marz safn-
ast mikill fjöldi lunda saman á hin-
um frægu fiskimiðum sunnan við
Nýfundnaland. Þar sem lundinn
verpir í Vesturheimi, þótt ekki sé
bar margt um hann, getur verið, að
sá fugl, sem sézt hefur á miðju og
vestanverðu Atlantshafi eigi heima
í Maine, Kanada og á Grænlandi.
En hitt hefur verið fullsannað, að
Evrópulundinn okkar fer vestur yf-
ir Atlantshafið. Tveir fuglar, sem
merktir voru við hreiður á St. Kilda
við Skotland, fundust á Nýfundna-
landi í desember sama ár. Líklega
hafa þessir fuglar flogið beint yfir
hafið án þess að snerta eða sjá önn-
ur lönd, því að þetta var löng leið
(um 4000 km) fyrir ungfugla að
fara á ekki lengri tíma.
Sjaldan lítur maðurinn lundann
augum þessa óblíðu vetrarmánuði,
er hann syndir á hafinu eða kafar
það í vondu veðri, dreifður um
norðanvert Atlantshaf og vestan-
vert Miðjarðarhaf. Við getum samt
leyft okkur að álykta, að lífið á
hafinu sé jafn eðlilegt og auðvelt