Úrval - 01.09.1971, Side 36

Úrval - 01.09.1971, Side 36
34 ÚRVAL fyrir . þessa ævagömlu fuglategund og það nokkru sinni hefur verið. Lundinn hefur íarið vetrarferðir sínar í milljónir ára og þær geta ekki verið honum hættulegri en öðrum úthafsfuglum. Ef til vill stendur lundinn sig betur en ýmsir aðrir við þessar aðstæður. Yíst er, að lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, en mávarnir (sem venjulega eru taldir sterkir og þróttmiklir fuglar) verpa tveim eða þrem. Virð- ist því fljótt á litið að æviskeið lundans sé öllu lengra en mávanna. Þrátt fyrir allt vitum við sáralítið um vetrarferðir lundans. Enginn hefur fundið hann í stórum hópum að vetrarlagi. Svo virðist, sem fugl- inn sé mjög dreifður um miðjan veturinn, fari jafnvel einförum. — Þessi dreifing er auðvitað lífeðlis- fræðilega hentug, því fuglinn fer yfir stærra svæði til fæðuöflunar. Það verður erfiðara fyrir óvini að finna lundann. Og gangi stormur yfir tiltekin svæði, valda þeir að- eins tjóni á litlum hluta af svo dreifðum stofni. Samt sem áður vitum við, að full- vaxta fuglar verða fyrir sérkenni- legum en þó eðlilegum breytingum skömmu eftir að þeir yfirgefa klett- ana eða eyjarnar, þar sem þeir höfðu hreiður sín, líklega ekki meira en viku eftir að þeir koma út á reginhaf. Við gætum kallað þetta ófegrun. Þeir missa hið fagra skárt vorsins. Litirnir höfðu raun- ar dofnað smám saman allt sumar- ið. Regnbogalitirnir fara að mestu af nefinu og hin furðulega fílabeins- rönd við efri nefrætur hverfur, en neðsti hlut neðri skolts verður eins ■ \ og hann hafi verið skafinn með beittum hníf. í stuttu máli hefur nefið misst lögun sína og orðið bein- línis ljótt. í stað hins skoplega og litríka svips er nefið nú eins og klæðlaust væri, rétt eins og trúður- inn hefði hætt í miðjum leik og tekið af sér gervinefið. Rauðu augnahringirnir og gráu blettirnir við augun hafa horfið. Allt er þetta hluti tveggja hamskipta, — en lund- inn fer úr líkamsfjöðrum að hausti, en heldur flugfjöðrum, sem hann þarf að nota á ferðum sínum, fram eftir vetri. Skömmu eftir áramót lýkur lund- inn hamskiptum sínum á hafi úti með því að missa svo til samtímis allar flugfjaðrir og stærri stélfjaðr- ir. Er þá hugsanlegt, að hann verði ófleygur um skamman tíma, eins og gæsirnar. Skartið, sem samsvarar kamb og sepa hjá hænsnum og kalk- únum, kemur smám saman aftur. Þetta eru ytri merki þess, að kyn- kirtlarnir eru teknir til starfa. Með hækkandi sól og lengri degi á hinu svala norðurhafi vex þetta skart að lit og fegurð, unz það er hvað feg- urst um miðjan marz. Fulltíða fugl- ar eru í fullri dýrð, nýmálaðir og í nýjum fötum, er þeir koma að landi að vori, á sundum og eyjum, þar sem við könnumst bezt við þá. o—ð Enginn hefur enn skrifað um ástalíf lundans langt úti á hafi, úr landsýn. Ef til vill er ástalíf hans ekkert á þeim slóðum. Við skulum samt sem áður ímynda okkur, að fuglarnir safnist saman í byrjun marz, nokkur hundruð, ef til vill nokkra tugi mílna frá landi. Slíkt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.