Úrval - 01.09.1971, Side 39
36
ÚRVAL
Krefjumst
við
o f
mikils
af
hjónabandinu
EFTIR
HARVEY ZORBAUGH
egar við giftum okkur,
er það vegna þess að'
okkur langar til að
fullnægja þrá okkar
til að elska og vera
elskuð; við vonumst
eftir að geta myndað traust vin-
áttusamband; okkur langar til þess
að finna til tryggðar og öryggis —
að vera örugg og frjáls, svo að við
verðum þess fullkomlega vör, að
við erum og getum verið við sjálf.
Það er einkum á þessum mannlegu
grunnkenndum, sem hjónabandið
byggist, en ekki, eins og ýmsir nú-
tíma sálfræðingar halda fram, á
kynferðislegri gagnfullnægingu.
Hvað þessu atriði viðvíkur, mun
heilbrigt kynferðislíf næstum allt-
af koma af sjálfu sér.
Kynferðislíf milli hjóna er auð-
vitað líffræðileg hvöt, sem ekki má
sniðganga, en andleg samstilling og
skilningur ræður hér miklu meiru
— þetta fæ ég hvað eftir annað
staðfest, er ég sem læknir hlusta á
KREFJUMST VIÐ OF MIKILS . . .
37
áhyggjufullar eiginkonur og eigin-
menn, sem trúa mér fyrir vanda-
málum sínum út af hjónabandinu.
Ef ekki er hlúð að tilfinningunni
um andlega samstillingu og tryggð
er brotin á bak aftur vegna von-
brigða, erfiðleika og leiðinda, — ja,
þá er það undir hælinn lagt, hvern-
ig fer um hina kynferðislegu hlið
hjónabandsins.
Sá eiginmaður, sem er skeyting-
ar- og tillitslaus gagnvart eiginkonu
sinni, getur ekki vænzt þess að
finna til umhyggju og skilnings af
hennar hálfu. Og sú eiginkona, sem
alltaf er önug í viðmóti og staglar
stöðugt, verður um síðir að sætta
sig við, að eiginmaður hennar missi
bæði áhugann á henni og flestu í
heimi hér. Það stoðar ekki að þjóta
til læknisins til þess að fá hormón-
töflur eða til lögfræðingsins og tala
um skilnað; menn ættu heldur að
leggja það á sig að leita að betri
skilningi — grafast fyrir um þær
orsakir, sem liggja að baki hinum