Úrval - 01.09.1971, Page 42
40
ÚRVAL
Eitt sinn, þegar hann talaði hvað mest í baðkerinu, gekk ég til
hans og spurði hvers hann óskaði. — Ég er ekki að
tala við yður, Norman, svaraði hann. — Ég
er að tala í þinginu ..
Beztu
stundir Churchills voru í
baðkarinu
aðkápan hékk í forstof-
unni á Chartvell, en
■q Churchill gekk fram í
baðherbergið með
vindilinn í munninum,
en að öðru leyti eins
og hann fæddist í þennan heim.
Hann tók vindilinn út úr sér og
bauð stofustúlkunni, sem var að
C. H. Norman var herbergisþjónn
Churchills um árabil. Hann skrif-
aði endurminningar sínar, þar sem
hann sagði frá ýmsum einkennileg-
um siðum og venjum, sem Churchill
hafði. Hér birtist ofurlítill kafli úr
minningunum, þar sem brugðið er
upp skemmtilegri mynd af „manni
aldarinnar".
ryksuga, glaðlega góðan daginn.
Hún leit upp og tók undir, en lét
sér hvergi bregða, er húsbóndinn
gekk framhjá, tilbúinn til þess að
fara í baðkerið. Fyrir henni var
þetta sem sjálfsagður hlutur, en ég
leit upp stórum augum í fyrsta sinn,
sem ég sá það. En í þau fjögur ár,
sem ég átti eftir að vera herbergis-
þjónn Churchills, átti ég margoft
eftir að verða vitni að álíka hisp-
ursleysi húsbónda míns.
Eitt sinn lá ég veikur í herbergi
við hliðina á svefnherbergi Churc-
hills. Strax og hann vaknaði um
morguninn fékk hann skilaboð um
að ég væri lasinn. Ég heyrði hann
skella á eftir sér baðherbergishurð-
inni og hugsaði með mér, hvernig
hann færi að er hann vantaði her-
bergisþjóninn. Hann var vanur að
raka sig áður en hann fór að busla
í baðkerinu. Svo heyrði ég hann
kreista vatnið úr hinum stóra bað-