Úrval - 01.09.1971, Page 48
46
Hann vílaði ekki fyrir sér að
kalla einhvern af riturum sínum
inn í baðherbergið, þegar honum
hafði dottið í hug einhver snjöll
setning, sem hann vildi skjalfesta,
svo að hún ekki gleymdist. Stund-
um átti hann það líka til, að hlaupa
skyndilega upp úr baðinu, að sím-
anum og panta áríðandi samtal. Það
eru áreiðanlega ekki fá málefni, sem
Churchill hefur tekið ákvörðun um
í síma, nakinn og drjúpandi votur
beint upp úr baðkerinu.
Klukkan 13 er sá tími, sem hent-
aði Churchill bezt til þess að rísa
ÚRVAL
upp úr baðkerinu, en það gat í sum-
um tilfellum gengið eins seint að fá
hann úr baðinu og fram úr rúminu.
Lengi eftir að hann hefur laugað
sig, á hann til til að liggja í bað-
kerinu, láta fara vel um sig og
skrúfa frá og fyrir vatnshanann
með tánum. Oft bar það við að frú
Churchill dræpi á dyr og kallaði: —
Norman, látið Churchill flýta sér,
gestirnir bíða!
Það var heldur engan veginn
auðvelt að koma Churchill í fötin.
Hann gat t. d. verið kominn í nær-
buxurnar og vestið, en á meðan ég
Churchill var hetja stríösámnna, en þrátt fyrir freegðarljómann tapaöi hann
í fyrstu brezku kosningunum eftir stríöiö og varö að láta af forscetisráðherra-
embættinu. Hér sézt hann ásamt konu sinni yfirgefa Downing Street nr. 10
eftir ósigurinn.