Úrval - 01.09.1971, Page 52
50
ÚRVAL
líka hægt að bjarga einhverjum af
vöruflutningavögnunum. Það var
samt ekki hægt að hreyfa neina af
vögnunum, sem voru enn á tein-
unum, fyrr en neyðarhemlarnir
væru losaðir. Til þess að slíkt yrði
unnt, varð að loka fyrir loka í
loftleiðslu lestarinnar á þeim stöð-
um, þar sem leiðslan var slitin frá
vögnunum, sem oltið höfðu út af
teinunum. Svo yrði að tengja eim-
reiðirnar aftur við vagnana og dæla
lofti frá þeim í gegnum kerfið,
þangað til nógur þrýstingur hefði
myndazt til þess að losa hemlana.
Einhver varð því að fara aftur að
rofnu leiðslunum og loka lokunum
með handafli.
HUNDRAÐ TONNA
HALASTJARNA.
Bill Chandler eimreiðarstjóri
hafði verið með í ferðinni til þess
að líta eftir störfum eimreiðar-
starfsmannanna. Nú yfirgaf hann
lausu eimreiðirnar og sagði við vél-
stjórann: „Vertu kyrr hérna hjá
þeim‘“.
Eldurinn var þegar tekinn að
breiðast út til íbúðarhúsa og ann-
arra bygginga beggja vegna tein-
anna, og hitinn frá honum var orð-
inn ofboðslegur. Chandler vafði ut-
an um sig gömlum heryfirfrakka,
og bretti þykkum kraganum alveg
upp til verndar hálsi og andliti.
Hann lagði nú af stað í áttina til
loganna. Hann var með litla tal-
stöð í hendinni.
„Ég gat ekki hugsað um neitt
annað en vatnsefniscyanidegasið",
segir hann. „Ég vissi, að margir
mundu deyja, ef það væri þegar
kviknað í því eða ef það læki úr
geyminum. En væri geymisvagninn
enn á teinunum óskemmdur, yrði
ég að koma honum burt úr bæn-
um“.
Nú sprakk einn af logandi prop-
anegasgeymunum í miðju eldhaf-
inu í loft upp með ofboðslegum
hávaða. Þrýstingurinn af spreng-
ingunni var slíkur, að það lá við,
að Chandler kastaðist á hnén.
Sprenging þessi, sem varð 5 mín-
útum eftir að vagnarnir fóru út
af teinunum, splundraði þúsundum
gluggarúða og vakti fjölda fólks á
margra mílna svæði. Risavaxin eld-
súlan, sem steig hátt í loft upp og
breiddist þar út í allar áttir, sást
greinilega 100 mílum í burtu. Vagn-
inn, sem var 100 tonn að þyngd,
þeyttist í gegnum loftið eins og
logandi halastjarna, og úr honum
lak logandi fljótandi gasið, sem
kveikti í tugum húsa, áður en vagn-
inn skall að lokum til jarðar úti
á miðri götu í mílufjórðungs fjar-
lægð.
Það varð önnur ægileg sprenging
rétt fyrir framan Chandler, þegar
hann gekk fram hjá fyrsta vöru-
flutningavagninum, sem stóð á
teinunum. Það rigndi logandi glóð-
armolum og braki um allar götur
í grenndinni. Æðisgengið öskur eld-
hafsins var yfirþyrmandi. „Ég er
ekki hræddur við að viðurkenna,
að ég var ofboðslega skelkaður",
segir Chandler. „Ég baðst fyrir upp-
hátt“.
Svo kom hann auga á geymis-
vagninn með vatnsefniscyanide-
gasinu, en hann var rauð- og hvít-
málaður. Hann stóð þarna alveg ó-