Úrval - 01.09.1971, Page 60

Úrval - 01.09.1971, Page 60
58 ÚRVAL vakti hrylling í fjölskyldunni. Einn af ættingjum hans flýtti sér því'til Parísar, fór á fund Söruh og bað hana um að hætta við hjónabandið, annars myndi Henri missa nafnbót sína, stöðu og ættarauðævi. Eins og alltaf, þegar vanda bar að höndum, tók Sarah strax ákvörðun um það sem hún ætlaði að gera. Hún neit- aði að giftast Henri, en hann fékk aldrei að vita að það hafði verið fjölskylda hans, sem þar var að verki. Sarah lét hann halda að það væri leikhúsið, sem ætti ást hennar alla. Það gat líka verið einhver sann- leikur í því. Nokkru eftir að frændi prinsins hafði talað við hana, und- irritaði hún samning við Odéon leikhúsið, sem líka var þjóðleikhús, og þessi samningur kom því til leið- ar, að eftir nokkur ár var hún aft- ur ráðin að Comédie Francaise, en frami hennar var nokkuð hægfara. Sarah var ung og hafði ekki þá ástleitni og léttúðarglens til að bera, sem töfrar leikhúsgesti. Það kom ekki fyrr en seinna, þegar hún þroskaðist. Hún var bezt í sorgar- leikjum og sögulegum leikjum. Fólk ið vildi sjá hana í gervi furstafrúar eða drottningar. En hæfileikar henn- ar voru mjög alhliða, hún var jafn- víg á rómantísk hlutverk og glens, og hún gat gert það sem miklar leikkonur áttu yfirleitt erfitt með, hún gat brugðið sér í karlmanns- líki, ef á þurfti að halda. Það voru aðallega verk eftir Racine, Moliére, Corneille, Voltaire, Hugo, Musset, Dumsa, Sardout og Rostand, sem hún gæddi lífi. Þessi hlutverk höfðu auðvitað mikil áhrif á hana. Þessi stórbrotnu hlutverk gerðu hana ósjálfrátt sjálfa að stórbrotnum persónuleika. Hún vandist því að lifa í stöðugu um- róti; ást og hatur fóru eins og hvirf- ilvindur gegnum sál hennar. Hún hafði erfiða lund, gerði miklar kröf- ur til annarra, en ekki síður til sjálfrar sín. En alltaf var sérkenni- legur ljómi í kringum hana, þeir sem töluðu við hana hrifust af töfr- um þessarar gullnu raddar, sem var líkust því að hún væri úr öðrum heimi. En karlmennirnir, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í návist hennar, vissu að hún var raunveruleg, kvenlega töfra hafði hún í ríkara mæli en flestar konur aðrar. Þegar Comédie Francaise fór í leikferð til London, var hún orðin „hin guðdómlega Sarah“. Áður hafði aldrei verið nein lýsandi stjarna við þetta leikhús, þar voru aliir leikararnir jafnir fyrir áhorf- endum. En nú kom það á daginn að Lundúnabúar voru reiðir yfir því að Sarah Bernhadt átti ekki að vera með á fyrstu leiksýningunum, for- sala miðanna hafði öll verið út á hennar nafn. Comédie Francaise varð því að breyta prógramminu. Gleðilæti áhorfenda voru ótrúleg, og Sarah var hyllt á ógleymanleg- an hátt. Eftir eina sýninguna kom ame- rískur leikhúseigandi til hennar og spurði: — Gætuð þér ekki hugsað yður að vinna yður inn mikla peninga? Það gat Sarah vel hugsað sér. Hún var nefnilega nýbúin að setja sig í geysilegar skuldir, hafði keypt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.