Úrval - 01.09.1971, Page 75
DÁSEMDIR KANADÍSKU ÞJÓÐGARÐANNA
73
ir svo aftur sömu leið án þess a'ð
þurfa að sýna nokkur persónuskil-
ríki, jafnvel ekki ökuskírteini. Þeg-
ar maður kemur svo aftur til gisti-
hússins „Prinsinn af Wales“, drekk-
ur maður skál írska kaupmannsins,
kannaðarins og brautryðjandans
John George „Kootenai“ Browns,
sem dreymdi um það, að einhvern
tíma yrðu þessi fögru vötn gerð að
þjóðgarði. Hann barðist fyrir því, að
draumur þessi mætti rætast, og þeg-
ar hann rættist, varð hann fyrsti
veiðivörður og skógarvörður í þess-
um nýja þjóðgarði. Það var í byrj-
un þessarar aldar. Við gengum að
gröf hans, sem er nálægt vötnunum,
sem hann elskaði svo heitt. Og við
hylltum minningu hans og allra
þeirra, sem gefið hafa Kanada
stórkostlegustu f j allaþ j óðgarða-
keðju veraldarinnar.
Sumir vísindamenn, sem vinna að rannsókn á umhverfi mannsins og
mengun Þess og eyðileggingu og auknum erfiðleikum á að sjá sívaxandi
mannkyni fyrir nauðþurftum iþess, hafa stungið upp á þvi, að eftirfar-
andi ætti að setja á miðdegisverðarborð hvers manns: hálfan bolla af
hrísgrjónum, eitt glas af mjólk, sem búin er til úr sojabaunaolíu, og
lítinn disk með brúnrauðu þangi. Og þegar einhver æpir: „Hvað er nú
þetta?“, þá á að segja við þann hinn sama: ,,Á of þéttbýlli plánetu er
þetta þinn daglegi skammtur af þeirri fæðu, sem til er í heiminum,
væri henni jafnt skipt á milli okkar allra.
Jeanne Lamb O’Neill.
Haffræðingurinn Jacques Cousteau var spurður að því af stuðnings-
konum Rauðsokkuihreyfingarinnar, hvaða álit hann 'hefði á djúpköfur-
um af kvenkyninu, en nokkrar slíkar tóku þátt í Tektite II. djúpköfun-
aráætluninni í Mexíóflóa. Cousteau sigldi milli skers og báru í svari sinu:
„Stúlkurnar hafa ekki enn kafað nægilega djúpt til þess að geta lagt
neitt raunverulega verðmætt af mörkum til haffræðivísindanna." En
svo bætti hann við á riddaralegan bátt: „En sem Frakiki vil ég lýsa
yfir því, að ég hefði ekkert á móti þvi að vinna með þeim.“
Snjall stjórnmálamaður er maður, sem getur dregið inn árina, án
þess að báturinn ruggist.
Kona ein var orðin svo þreytt á endalausri lýsingu eilifðarsjúklings
á veikindum sínum, að hún sofnaði. Og þegar hún vaknaði, heyrði hún
sjálfa sig spyrja: „Og dóstu svo?“
Lotiis Kronenberger.