Úrval - 01.09.1971, Síða 82
80
að sögn stundum komið sér vel að
snúa á þá berum afturendanum og
leysa vind. Silfurskot vinna á draug-
um eins og öllu óhreinu og sömu-
leiðis lambaspörð. Þá þótti gott að
bera á brjósti sér ákveðnar jurtir,
og óbrigðult með öllu var að steypa
úr fullu næturgagni yfir ófögnuð-
inn.
En þetta vann ekki á draugum
til fulls, hélt þeim einungis frá í
svip. Til að ráða niðurlögum þeirra
þurfti að grípa til öflugri ráða,
galdra og særinga. í Eyrbyggju seg-
ir frá því að sá alræmdi drauga-
gangur er varð á Fróðá var stöðv-
aður með því móti að draugunum
var stefnt iögstefnu og haldinn yf-
ir þeim duradómur, sem kallaður
var. Á síðari árum eru dæmi um
að kraftaskáld hafi komið draugum
fyrir, en oftast þurfti þó að leita
til galdramanna til að stöðva
draugagang. Eru til margar sagnir
um galdramenn sem veittist létt að
koma draugum fyrir, og um einn
þeirra síðustu, Jóhannes Ólafsson á
Kirkjubóli í Mosdal í Arnarfirði
sem lifði fram á 19. öld segir að
flestum draugum hafi hann komið
fyrir á þann einfalda hátt að hann
lét bera kveðju sína til drauganna.
Svo var orðstír hans mikill, að
meira þurfti ekki til.
Jón Guðmundsson lærði var með
merkilegustu mönnum á sinni tíð
og haldinn fjölkunnugur. Hann kom
af miklum draugagangi vestur á
ÚRVAL
Snæfjallaströnd við ísafjarðardjúp
á öndverðri 17. öld. Orti hann til
þess , verks kvæði, eins konar ba-
starð milli kraftakveðskapar og
eiginlegra særinga. Þetta kvæði er
nefnt Snjáfjallavísur eða Fjanda-
fæla og er með því kröftugasta sem
ort hefur verið af því tagi. Vil ég
ljúka þessu spjalli með því að taka
hér upp þrjú fyrstu erindi þessa
kvæðis:
Far niður, fýla,
fjandans limur og grýla;
skal þig jörð skýla,
en skeytin aursíla;
þú skalt eymdir ýla
og ofan eftir stíla,
vesæll, snauður víla;
þig villi óheilla brýla.
Bind ég þig til basta,
bróðir steinkasta,
lygifaðir lasta,
laminn í eymd hasta;
ligg þú í fjötri fasta
um fjögur þúsund rasta;
þar skal bistur brasta
í bölmóð heitasta.
Sný ég að þér bandi,
snauður djöfuls andi,
biturlegum brandi
þig bannfærandi;
gleypnir grandi
gegnmyrjandi
þau atkvæðin standi
óbifandi.
☆