Úrval - 01.09.1971, Page 91
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN
89
Schollander sigrar í bOO m frjálsri aðferð, setur heimsmet og vinnur þriöju
gullverölaunin af fjórum sem hann hlaut á Olympíuleikunum í Tokyo.
brennur fljótt, þess háttar orku, sem
maður þarfnast í sjálfri eldraun-
inni. Ég stefndi hægt og bítandi að
hámarksorku og hámarksgetu, en ég
fór samt varlega. É'g byggði upp
innri spennu hægt og hægt, hugsaði
um tilvonandi keppni, dálítið
áhyggjufullur, en reyndi samt að
hafa algerlega fulla stjórn á mér og
að vara mig á sálfræðilegum bar-
dagaaðferðum keppinautanna gagn-
vart mér. Ég endurtók í sífellu við
sjálfan mig, þegar ég fór að hátta:
„Þú hefur farið algerlega eftir rétt-
um reglum. Þú ert tilbúinn. Hugs-
aðu núna, og vertu rólegur og misstu
ekki stjórn á þér. Farðu bara í
keppnina og sjáðu til, hvað þú ert
fær um að gera.“
SKÖPUN MEISTARA
í hörðustu keppnunum bætist al-
veg nýr þáttur við sundið . . . þján-
ingin. Maður kynnist þessari þján-
ingu við æfingarnar, og maður
sleppur ekki undan henni í neinni
keppni. Þjáningin byrjar að segja
til sín, þegar maður nálgast endi-
mörk þols síns. Hún læsir um mann
klónum hægt og hægt, byrjar í mag-
anum. Handleggirnir verða þungir,
og fótleggirnir herpast saman og
harðna, lærin og hnén.
Maður sígur dálítið niður í vatn-
ið, líkt og einhver ýti á bak manns.
Maður getur ekki haldið sér uppi í
vatninu. Skynjanir manns breytast.
Hljóðin í lauginni blandast saman
og verða að öskri í eyrum manns.