Úrval - 01.09.1971, Page 107

Úrval - 01.09.1971, Page 107
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN 105 Associated Press-íréttastofunnar, sem hún veitir árlega bezta karl- íþróttamanninum. I vikunni þar á eftir fór ég svo aftur til New Yorkborgar til þess að taka á móti AAU Sullivanverð- laununum, sem veitt eru árlega „þeim áhugaíþróttamanni, sem hef- ur með afrekum sínum, fordæmi og góðum áhrifum stutt bezt málstað sannrar íþróttamennsku á árinu.“ É'g hafði aukastarf á fréttastofu Yaleháskólans, og var það hluti af námsstyrk mínum við háskólann. Og þar vann ég tvo tíma á dag fimm daga vikunnar. Og klukkan fimm síðdegis daglega hófust svo sundæfingarnar. Ég fór að dragast aftur úr í nám- inu, en samt varð ég að þjóta burt um næstum hverja helgi til þess að taka á móti verðlaunum eða halda ræðu. Herbergisfélagi minn spurði mig stundum að því, hvers vegna ég afþakkaði ekki þessi boð. Á viss- an hátt fannst mér sem ég væri skyldugur til þess að taka þeim. Hvernig gat ég sagt við þetta góða fólk: „Nei, ég kæri mig ekki um verðlaun ykkar og viðurkenningu"? Ég vissi, hve þetta var fólkinu mik- ils virði, og ég gat ekki sagt slíkt við það. Ég sneri oft aftur til Yale á sunnudagskvöldum og vakti langt fram á nótt við lestur, fór svo í fjóra tíma á mánudagsmorgnum og greip svo bréfahrúguna, sem kom í hólfið mitt á hverjum degi. É'g eyddi næstum heilli klukkustund dag hvern í að aðgreina þýðingarmiklu bréfin frá aðdáendabréfunum og svívirðingabréfunum. Mér fór að finnast sem aðdáandabréf væri eins og hver önnur kvöð, af því að ég varð að eyða tveim mínútum í að svara því og ég hafði alls ekki efni á slíkri tímaeyðslu. Ég lærði á kvöldin og reyndi að ljúka því af á þrem tímum, sem flestir skólafé- lagar mínir eyddu átta tímum í. Um ellefuleytið á kvöldin voru flestir á garðinum hættir öllum lestri og farnir að kjafta saman og heimsækja félagana. Mig langaði líka til þess að gera slíkt hið sama og reyna að eignast einhverja vini þarna. En ég varð að halda lestrin- um áfram. Svo var kominn föstu- dagur, áður en ég vissi af, og ég varð að þjóta af stað í veizlurnar og ræðuhöldin rétt einu sinni. Það var jafnvel enn verra í sund- lauginni. Ég æfði og keppti reglu- lega með sundliði nýstúdenta við Yaleháskólann. Og ég sagði oft við sjálfan mig, að ég ætti að æfa bet- ur og þrautþjálfa mig, svo að ég næði aftur sómasamlegri keppnis- hæfni. En mér gafst bara aldrei tími til slíks. Ég mætti í hinum og þessum keppnum og synti næstum vélrænt í mínum keppnisgreinum. Ég hugsaði aldrei um keppnina, fyrr en að henni kom. Ég var alltaf of önnum kafinn og átti of margt ógert. Ég var á þrotlausum þönum. Ég var alltaf þreyttur. Ég hafði verið sund- meistari fyrir fimm mánuðum . . . heimsmeistari. Nú fannst mér sem ég réði ekki lengur við þetta. Mér fannst, að ég stæði mig ekki vel. Þá hringdi George óvænt til mín. Ég skýrði honum frá þessu öllu saman, frá námsálaginu, frá kröf- uunm, sem væru gerðar til mín um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.