Úrval - 01.09.1971, Síða 109

Úrval - 01.09.1971, Síða 109
EKKI SIGURINN HELDUR BARÁTTAN 107 daga fór ástand mitt versnandi. Svo varð hitinn skyndilega eðlilegur, og þegar ég vaknaði einn morguninn, leið mér alveg prýðilega. Eg var búinn að fá mörg hundruð bréf og símskeyti víðs vegar að, bæði frá Evrópu, Ameríku og Japan, áður en ég var orðinn það hress, að ég gæti setzt upp í rúminu og farið að lesa. Bréfritararnir vottuðu mér samúð sína og voru áhyggjufullir um lið- an mína. Þetta var einn af kostun- um við að vera heimsfrægur. En heimsmeistaradagar mínir virtust nú vera taldir. Fáir sundmenn endast hvort eð er lengur en tvö ár, eftir að þeir eru komnir á hátindinn. Flestir ná þeir hátindi sínum 18 eða 19 ára gamlir og endast þangað til þeir eru orðnir 20 eða 21 árs. Sund er svo kröfuhörð íþrótt, að sundmenn hafa einfaldlega ekki næga orku eða löngun til þess að halda áfram. Ég hafði þegar verið á hátindinum í rúm tvö ár. Og svo var einnig um aðra ástæðu að ræða, sem var ekki síður veigamikil. Það var liðinn of langur tími ,síðan ég hafði verið í þrautþjálfun. Ég vissi ekkert um nýju sundtæknina né nýju þjálfun- araðferðirnar eða nýju sálfræðilegu bardagaaðferðirnar, sem voru stöð- ugt að koma fram. Nú var ég þar að auk haldinn veiklandi sjúkdómi, sem mundi örugglega brjóta niður þol það, sem ég hafði smám saman aukið með áralangri þjálfun. Ég dvaldi tvær yndislegar vikur í þessu sjúkrahúsi. Það var uppi í fjöllum, og fyrir utan sjúkrastofuna mína var lítill pallur, og þaðan var dýrlegt útsýni yfir Alpafjöllin. Þar úti sat ég löngum í djúpum þönk- um. Ég velti því fyrir mér, hvort dagar mínir sem sundmanns væru raunverulega taldir. Og ég velti því líka fyrir mér, hvort mér væri í rauninni ekki alveg sama. Mér fannst nú samt frekar, að mér þætti slíkt heldur leitt. Ég hafði haft mikla ánægju af sundinu og af þátttöku í sundkeppnum. Ég dáðist að íþróttafólki, og þótt ég hefði oft kvartað yfir ýmsum þeim ókostum, sem fylgdu því að vera sigurvegari, þá -geðjaðist mér skrambi vel að kostunum. En samt var ég orðinn þreyttur á sundi og þjálfun, þreyttur á að verða að berjast til þess að bjarga orðstír mínum og þreyttur á allri auglýs- ingastarfseminni og öllum skuld- bindingunum. Þegar læknirinn kom svo til mín og tilkynnti mér, að ég mundi ekki geta æft sund allt sum- arið, hugsaði ég með sjálfum mér: „Láttu mig fá þetta skriflega, góði!“ Ég hafði ekki dvalizt heima að sumarlagi síðustu fjögur sumrin. Eg kom til Portland með flugvél, þeg- ar komið var fram undir kvöld. Flugvélin sveif yfir gljúfur Colum- biuárdalsins. Það var farið að líða að sólsetri, og mér fannst þetta feg- ursta sjón í víðri veröldinni. Hús fjölskyldu minnar í bænum Oswe- govatni er inni í miðjum þéttum skógi og há fjöll allt í kring. í mín- um augum er þetta umhverfi ímynd alls þess, sem er fagurt, friðsælt og hljóðlátt. Ég lá úti í sólinni allt sumarið og svaf eins og steinn allar nætur. Eg var orðinn frjáls maður, þegar ég sneri aftur til Yaleháskólans næsta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.