Úrval - 01.09.1971, Page 121

Úrval - 01.09.1971, Page 121
HVÍTI MAÐURINN ... 119 Hið frjálsa Pennsylvaniufylki lá að Marylandfylki, þar sem þræla- hald tíðkaðist. Því varð vandamál þrælahaldsins fljótt á vegi unga lög- fræðingsins. Hann vann af miklum dugnaði og kappi. Það var mikið um strokuþræla í Pennsylvaniu- fylki, og hann frétti oft um kaup og sölu á þrælum. Það má kallast kaldhæðni örlaganna, að andstyggð hans á þrælahaldinu má rekja til þess eina skiptis, er hann lét tilleið- ast til þess að styðja málstað þessa „furðulega fyrirkomulags". Arið 1821 tók hann að sér að sækja mál eitt fyrir þrælaeiganda einn í Mary- landfylki. Hann hóf málsókn fyrir dómstólum í Pennsylvaniufylki og krafðist þess, að honum yrði skilað aftur ambátt einni, Charity Butler, er hafði strokið og heimtað frelsi. Thaddeus Stevens vann málið. Cha- rity var skilað aftur til eiganda síns. Stevens varð það áfall, er hann varð vitni að því, að lagakrókar, er byggðust á þröngsýni, fóru með sigur af hólmi gagnvart því, sem hann áleit vera grundvallarmann- réttindi. Hann gerðist því eldheitur málsvari frelsis til handa þrælun- um og hvikaði aldrei frá þeirri ákvörðun sinni. NÝR HERSHÖFÐINGI Hann komst á löggjafarþing Penn- sylvaniufylkis árið 1833 og hneyksl- aði stjórnmálamenn af gamla skól- anum með því að láta opinberlega í ljósi þær skoðanir, sem hann hafði myndað sér án tillits til þess, hvort slíkt væri viturlegt eður ei. Hann talaði enga ' tæpitungu. Hann kall- aði mótstöðumenn sína fífl eða fanta. Og hann hélt stöðugt áfram að lýsa yfir vanþóknun sinni á þrælahaldinu. Þegar ýmsir framá- menn í Gettysburg tilkynntu, að óstýrilátum talsmönnum afnáms þrælahaldsins yrði bannað að halda ræður þar í borg, ávarpaði hann sjálfur fjöldafund þar og manaði þá til þess að þagga niður í sér. Sem meðlimur Stjórnarskrárfundar Pennsylvaniufylkis árið 1837 neit- aði hann að undirrita hina nýju stjórnarskrá, eftir að orðinu „hvít- ur“ var bætt fyrir framan orðið „frjáls maður“ sem skilyrði fyrir kosningarétti. Hann var orðlagður fyrir kímni sína og hnyttin svör. Einu sinni mætti óvinur hans honum á þröng- um stíg og hvæsti: „Ég vík aldrei úr vegi fyrir þefdýri (skunk).“ Stevens vék hið snarlegasta úr vegi og svaraði: „En það geri ég alltaf." Yiðskiptavinir flykktust að Stev- ens, og hann gerðist auðugur mað- ur. Rétt fyrir 1840 var hann orðinn einn af framámönnum fylkisins. En hann varð smám saman sannfærð- ur um, að fylki þau, þar sem þræla- hald tíðkaðist, væru að reyna að færa út vald sitt, yfirráð og áhrif. Og hann áleit, að það yrði að hindra slíkt. „Höldum meinsemdinni inn- an núverandi ramma,“ sagði hann hvatningarrómi. „Umljúkum hana varnarhring frjálsra manna. Innan 25 ára mun sérhvert þrælahalds- ríki innan Bandaríkjanna hafa sam- þykkt lög, sem kveða á um fullnað- arútrýmingu þrælahaldsins.“ Hann þráði að komast á þjóðþing lands-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.