Úrval - 01.09.1971, Page 121
HVÍTI MAÐURINN ...
119
Hið frjálsa Pennsylvaniufylki lá
að Marylandfylki, þar sem þræla-
hald tíðkaðist. Því varð vandamál
þrælahaldsins fljótt á vegi unga lög-
fræðingsins. Hann vann af miklum
dugnaði og kappi. Það var mikið
um strokuþræla í Pennsylvaniu-
fylki, og hann frétti oft um kaup
og sölu á þrælum. Það má kallast
kaldhæðni örlaganna, að andstyggð
hans á þrælahaldinu má rekja til
þess eina skiptis, er hann lét tilleið-
ast til þess að styðja málstað þessa
„furðulega fyrirkomulags". Arið
1821 tók hann að sér að sækja mál
eitt fyrir þrælaeiganda einn í Mary-
landfylki. Hann hóf málsókn fyrir
dómstólum í Pennsylvaniufylki og
krafðist þess, að honum yrði skilað
aftur ambátt einni, Charity Butler,
er hafði strokið og heimtað frelsi.
Thaddeus Stevens vann málið. Cha-
rity var skilað aftur til eiganda
síns.
Stevens varð það áfall, er hann
varð vitni að því, að lagakrókar, er
byggðust á þröngsýni, fóru með
sigur af hólmi gagnvart því, sem
hann áleit vera grundvallarmann-
réttindi. Hann gerðist því eldheitur
málsvari frelsis til handa þrælun-
um og hvikaði aldrei frá þeirri
ákvörðun sinni.
NÝR HERSHÖFÐINGI
Hann komst á löggjafarþing Penn-
sylvaniufylkis árið 1833 og hneyksl-
aði stjórnmálamenn af gamla skól-
anum með því að láta opinberlega
í ljósi þær skoðanir, sem hann hafði
myndað sér án tillits til þess, hvort
slíkt væri viturlegt eður ei. Hann
talaði enga ' tæpitungu. Hann kall-
aði mótstöðumenn sína fífl eða
fanta. Og hann hélt stöðugt áfram
að lýsa yfir vanþóknun sinni á
þrælahaldinu. Þegar ýmsir framá-
menn í Gettysburg tilkynntu, að
óstýrilátum talsmönnum afnáms
þrælahaldsins yrði bannað að halda
ræður þar í borg, ávarpaði hann
sjálfur fjöldafund þar og manaði þá
til þess að þagga niður í sér. Sem
meðlimur Stjórnarskrárfundar
Pennsylvaniufylkis árið 1837 neit-
aði hann að undirrita hina nýju
stjórnarskrá, eftir að orðinu „hvít-
ur“ var bætt fyrir framan orðið
„frjáls maður“ sem skilyrði fyrir
kosningarétti.
Hann var orðlagður fyrir kímni
sína og hnyttin svör. Einu sinni
mætti óvinur hans honum á þröng-
um stíg og hvæsti: „Ég vík aldrei
úr vegi fyrir þefdýri (skunk).“
Stevens vék hið snarlegasta úr
vegi og svaraði: „En það geri ég
alltaf."
Yiðskiptavinir flykktust að Stev-
ens, og hann gerðist auðugur mað-
ur. Rétt fyrir 1840 var hann orðinn
einn af framámönnum fylkisins. En
hann varð smám saman sannfærð-
ur um, að fylki þau, þar sem þræla-
hald tíðkaðist, væru að reyna að
færa út vald sitt, yfirráð og áhrif.
Og hann áleit, að það yrði að hindra
slíkt. „Höldum meinsemdinni inn-
an núverandi ramma,“ sagði hann
hvatningarrómi. „Umljúkum hana
varnarhring frjálsra manna. Innan
25 ára mun sérhvert þrælahalds-
ríki innan Bandaríkjanna hafa sam-
þykkt lög, sem kveða á um fullnað-
arútrýmingu þrælahaldsins.“ Hann
þráði að komast á þjóðþing lands-