Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 8
6
ÚRVAL
íu, krossferð gegn hernaði og sjálfs-
elsku.
Eftir að hann lcom aftur heim til
Póllands, vann hann þar aleinn að
þessum hugsjónum sínum, yfir-
mönnum sínum til undrunar og
vandræða. Hann hóf meira að segja
útgáfu tímarits: „Riddari hreinleik-
ans“, til að flytja guðspjall Guðs
eilífa kærleika.
Þegar útgáfan hafði náð 60
þúsund eintökum, neyddist sr. Kol-
be til að sjá út bækistöð fyrir þetta
ört vaxandi tímarit og Fransiskana
bræðurna, sem honum komu þar til
aðstoðar.
Árið 1927 setti hann upp styttu
af Maríu mey á svæði hér um bil
40 km frá Varsjá — og það var
upphaf eins mesta klausturs í víðri
veröld. Niepokalanæriklaustur
byggt af Kolbe og „bræðrum“ hans
og blómgast allt til þessa dags. Ár-
ið 1939 voru yfir 750 bræður í þessu
klaustri og þeir dreifðu milljón ein-
tökum af ,,Riddaranum“ á mánuði
hverjum.
Og einmitt þetta sama ár hóf
Hitler seinni heimsstyrjöldina með
töku Póllands. Sr. Kolbe var hand-
tekinn löngu fyrir fall Varsjár, sem
einn helzti andstæðingur nazista á
þessum slóðum. Og þótt honum
væri sleppt bráðlega, vissi hann, að
það var aðeins gálgafrestur. Hann
fór bó í skyndi til klaustursins,
sem hafði verið skotspónn í loft-
árás og síðan rænt. En þar stofn-
aði hann nú hæli fyrir pólitíska
flóttamenn. Og yfir 200 manns leit-
uðu þar skjóls og verndar. Hann
gaf meira að segia út síðasta heft-
ið af þessu elskaða tímariti sínu.
„Enginn í heimi getur breytt sann
leikanum,“ skrifaði hann þá. „Við
skulum öll leita hans og lífga
hann.“
Hinn 17. febrúar 1941 náðu naz-
istar honum aftur á sitt vald. Og í
þetta sinn var hann talinn óvinur
Þriðja ríkisins. Fyrst var sr. Kolbe
sendur til Varsjár í fangelsi og síð-
an til Auschwitz.
Hann kom þangað í gripavagni
ásamt 320 öðrum föngum og var
heilsað með þrotlausri þrælkun,
litlum brauðskammti og kálsúpu
og daglegri auðmýkingu.
Dag nokkurn stritaði sr. Kolbe
undir þungum viðarbagga, hrasaði
og datt. og var nær barinn til bana
af verðinum. Honum var samt
bjargað aftur til lífsins í sjúkra-
skýli „búðanna" af pólskum lækni
að nafni Rudolf Diem. En þar eð
hann var óhæfur til vinnu, fékk
hann aðeins hálfan matarskammt,
en gaf samt, of mikinn hluta hans
öðrum sjúklingum. „Þú ert ung-
ur,“ sagði hann, ,,þú hlýtur að iifa
af.“
Fárveikur og svo horaður, að
hann vó aðeins hundrað pund, gæti
hann hafa sofið í almennilegu rúmi
í sjúkraskýlinu. „En hann hvíldist
á trébekk með hálmdýnu," segir
dr. Diem.
Hann vildi alltaf lána rúmið sitt
einhverjum, sem var enn veikari
en hann.
í lok júlímánaðar hafði hann
samt náð sér svo, að hann var lát-
inn í „14. blokk“.
Það var aðeins fáeinum dögum
síðar, að fanginn komst undan og