Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 10
8
glórulausa myrkri hatursins Ijómar
ásýnd Maximilians Kolbe. Yfir
ómælanlegar víddir dauðans óma
guðleg og ódauðleg orð hans um
ótæmandi elsku.“
Þannig lifir sr. Kolbe áfram sem
tákn hinna óþekktu hetjudáða og
fórna í veröldinni.
ÚRVAL
Hann veitti einum lífið að gjöf
og ótal öðrum styrk til að stand-
ast þær kvalir, sem mannleg
grimmd úthlutaði þeim.
Og til allra manna, af öllum trú-
flokkum, hefur hann veitt arf hins
ósigrandi anda kærleikans.
☆
Umferð í Austurlöndum.
Menntaskólastúlka var á ferðalagi í Indlandi og kom tímanlega á
stöðina til að taka lest, sem átti að fara kl. 10.30. Hún tók sér sæti
í tómum klefa.
Tveir vingjarnlegir Indverjar komu til hennar og spurðu, hvort
hún vildi þiggja tebolla.
Hún jánkaði því, og stuttu seinna komu þeir aftur með teið og
settust hjá henni.
Tíminn leið, og klukkan var orðin 11.15, og enn var ekki gefið
brottfararmerki, svo að stúlkan spurði:
„Vitið þið, hvenær lestin leggur af stað?“ „Þegar þú ert búin
úr bollanum," svöruðu þeir. Hún komst að raun um, að þessir vinir
hennar voru vélstjórinn og lestarstjórinn.
Fyrir nokkrum árum, meðan sporvagnar voru mikið notaðir í
Bangkok, hafði kona, sem var kristniboði, komið í stutta heim-
sókn í kristniboðsstöðina.
Ekki hafði þá betur tekizt til en svo, að hún lagði bílnum þvert
yfir braut sporvagnanna.
Nú nálgaðist bráðlega vagn, fullur af fólki, en hann varð að
stöðva við bifreið konunnar, sem tók meira en helming af hinni
mjóu braut.
Vagnstjórinn æðraðist samt ekki, heldur beið rólegur, þangað
til annar kom á móti.
Þá skiptust þeir á vögnum, og farþegarnir fluttu sig á milli
þeirra. Bakkað var og ekið í öfuga átt.
Engum virtist detta í hug svo mikið sem að átelja syndaselinn,
sem lauk erindi sínu í kristniboðsstöðinni, meðan bifreiðin stöðv-
aði umferð á götunni.