Úrval - 01.12.1973, Side 11
9
Frægasti ferðalangur Bandaríkjanna lijsir að eigin mati —
sjö mestu mannvirkjum jarðarinnar.
Sjö „furðuverk" veraldar
ÚRDRÁTTUR ÚR TRUE
egna ferðagleði og
>j^ óseðjandi forvitni hef
ég eytt ævi minni í að
skoða og rita um eins
* mörg merkileg mann-
^ virki og ég hef komizt
yfir að líta augum.
Af þessu leiðir, að ég er oftlega
spurður eitthvað í þessa átt: „Það
er eins og þú hafir alls staðar kom-
ið og séð allt. Hvað er þá það merki-
legasta eða stórkostlegasta, sem þú
hefur séð?“
Það er alls ekkert nýtt, að menn
reyni að mynda sér skoðanir um,
hvaða hlutir séu mestir í heimi, —
hvað megi kallast sannnefnd „furðu
verk“.
Elztu hugmyndir af þessu tagi
stafa frá rómverska heimspekingn-
um Antipater í Sidon á annarri öld
✓i\ /i\ As /I\
fyrir Krists burð. Hann takmark-
aði furðuverk sín við töluna sjö,
sem var heilög eða dularfull tala
hjá fornmönnum. En mannvirki
þessi eru sögð hafa verið: Grafhýs-
ið í Halicarnassus, hof Díönu í Ep-
hesus, hengigarðarnar í Babylon,
Seifs-styttan í Olympíu, Colosseum
í Rhodes, vitinn í Alexandríu og
pýramídarnir í Egyptalandi. (Það
síðastnefnda, pýramídarnir, er það
eina af lista Antipaters, sem stend-
ur enn).
Sökum hinna miklu ferðalaga
manna nú á dögum og vísindalegra
og fornfræðilegra uppgötvana, gæti
furðuverka-listi minn hæglega ver-
ið sjötíu sinnum sjö. En ég ætla að
halda mig við hina dulúðgu tölu
,,sjö“ eins og Antipater.