Úrval - 01.12.1973, Page 16
14
ÚRVAL
Potala.
milljón mílur af raflínum þarf til
að standa straúm af ljósum og hita.
Til hreingerninga og þrifa þarf 400
manna starfslið. Þar af eru 200,
sem sjá um það eitt að halda glugg-
unum hreinum, en þeir eru 6500
talsins.
PÉTURSKIRKJAN í RÓM
Mesta smíð endurreisnartímabils-
ins, Péturskirkjan í Róm, er lang-
stærsta og frægasta bygging krist-
inna manna. Kirkjan er í lögun lík
latneskum krossi, lengdin 660 fet,
breiddin 450 fet yfir stúkurnar,
hæðin 435 fet, og flatarmálið tekur
yfir níu ekrur. Brezki sagnfræð-
ingurinn Edward Gibbon segir
kirkjuna vera „glæsilegustu smíð,
sem nokkru sinni hefur verið gerð
í þágu trúarbragðanna".
En frægð Péturskirkjunnar grund
vallast ekki á stærðinni og íburð-
inum einum saman, heldur fremur
á heilögum áhuga tuttugu páfa á
120 ára tímabili á 16. og 17. öld
fyrir að halda smíðinni áfram.
Miklir listamenn hafa lagt hönd
á plóginn við smíðina, eins og bygg
ingameistararnir Bramante, Mader
no og Bernine ásamt fjölmörgum
myndhöggvurum og málurum, en
þar ber hæst Michelangelo og Ra-
fael. Með starfi sínu hafa menn
þessir getið sér ódauðlega frægð,
en fyrst og fremst er kirkjan minn-
ismerki hinnar rómversk-kaþólsku
trúar um Pétur postula, fiskimann-
inn auðmjúka, sem Kristur afhenti
„lykla konungsdómsins". En því er
trúað, að undir háaltarinu hvíli
bein hans.
Hin upprunalega Péturskirkja
var reist snemma á fjórðu öld e.
Kr. á sama grunninum að skipan
Konstantínusar keisara. En eftir
tólf aldir var kirkjan orðin svo
hrörleg, að Júlíus páfi annar fyrir-
skipaði að afmá hana og reisa nýja
í staðinn.