Úrval - 01.12.1973, Síða 24
22
ÚRVAL
þetta er eina land veraldar, með
efni og vilja, til að koma til móts
við hina gífurlegu þörf.“ í raun
veltur allt á nógu útbreiddum skiln
ingi almennings á hinum óbrot-
gjarna sannleika hinnar mælsku
raddar John Perry, sem hljómar í
bók hans „Veröldin er dýragarð-
ur“. „Veröldin er dýragarður okk-
ar — dýragarði verður að vera vel
stjórnað — og vel með birgðirnar
farið, því þetta eru. einu birgðirn-
ar, sem hann mun nokkurn tíma
hafa upp á að bjóða. Við höfum
skipað sjálfa okkur gæzlumenn
þessa dýragarðs, en við getum ekki
lifað utan hliða hans. Við erum
hluti af honum. Líf okkar er óleys-
anlega tvinnað því lífi, sem þar
lifir. Örlög þeirra verða örlög okk-
Náttúruverndarmaðurinn Ronald Rood þakkar það atviki í
bernsku, að hann fékk köllun sína.
Hann minnist þess, að hann var á gangi með föður sínum, meðan
þeir biðu eftir kvöldmatnum. „Veðrið hafði verið hlýtt um daginn,
en um kvöldið kólnaði. Er við óðum í föllnum laufblöðunum við
veginn, fann ég litla skjaldböku, sem var köld og frosin en þó með
lífsmarki. Ég stakk henni í vasann til að sýna móður minni.
Pabbi lagði til, að ég skrifaði náttúruverndarmanninum Thorn-
ton Burgess og spvrði hann, hvernig stæði á slíkri skyssu, sem
hefði leitt til þess, að skjaldbökuunginn fór út í kuldann og fraus.
Ég átti ekki von á neinu svari, en nokkrum vikum seinna barst
bréf. Hann fullvissaði mig um, að skjaldbakan hefði verið á ferli
á hlýjum veginum um miðjan daginn og hefði tafið of lengi, áður
en hún leitaði skjóls. „Ef þú hefðir ekki komið og bjargað henni,
hefði hún farizt,“ sagði Burgess.
Þetta tveggja blaðsíðna bréf með minnsta línubili var undirrit-
að: „Vinur þinn Thornton Burgess". Á þeirri stundu ákvað ég, að
einn kostur þess að vera umhverfisverndarmaður væri sá, að hann
skyldi gera svona mikið við fyrirspurn sjö ára drengs. Ég afréð,
að ég skyldi verða einn þeirra, og ég hef aldrei vikið, þótt svo
illa færi reyndar, að skjaldbökuunginn dæi nokkrum dögum seinna
en næði sér ekki.“