Úrval - 01.12.1973, Side 28

Úrval - 01.12.1973, Side 28
26 ÚRVAL innkaupaferð húsmóður nokkrum mínútum eftir að lagt er af stað. Hafðu því hugsun á að gera nokkr- ar öryggisráðstafanir, svo þú verð- ir ekki eins auðveld bráð þeirra fingralöngu. ☆ Spírun korns og bauna. í amerísku tímariti um heilbrigðismál, Let. us Live, er nýlega sagt frá því, að Kínverjar hafi öldum saman notað spíraðar baunir og spírað korn til matar. Hér í ritinu og í Matreiðslubók NLFÍ hefur verið frá því skýrt, að við spírun myndist, C-fjörefni, og að Indverjar hafi notað þetta ráð til lækningar á skyrbjúgi. Sam- kvæmt tímaritsgreininni myndast líka mikið af B-fjörefnum, sem eru að vísu fyrir í korni og baunum, en við spírunina aukast þau, þannig að sum þeirra fimm- til sexfaldast. í Heilsuhæli NLFI í Hveragerði er spírað hveitikorn alltaf á borðum að morgninum, og hér á eftir fer lýsing á því, hvernig farið er að láta það spíra, og er lýsingin tekin upp úr matreiðslubókinni: Baunirnar (hér er átt við grænar baunir, en korn má láta spíra á sama hátt) eru látnar liggja í bleyti í köldu vatni sólarhring og skipt um vatn þrisvar á því tímabili. Síðan settar á fat eða í skál (vatninu fleygt), látnar standa þannig 2—3 sólarhringa og vatni úðað yfir við og við, þannig að þær þorni ekki, en ekki svo miklu, að vatn standi á botni ílátsins. — Baunirnar eru borðaðar með spírunum, heilar eða hakkaðar, annaðhvort hráar eða soðnar ör- stutta stund, eða hitaðar í smjöri eða matarolíu á pönnu. Spírað korn má borða eins og það kemur fyrir. Einnig má hakka það í kjötkvörn og búa til úr því brauð og grauta, heilu eða möluðu. (Heilsuvernd). Sonur læknisins var að bíða eftir pabba sínum og labbaði sig inn á barnadeildina á spítalanum. Fyrsti sjúklingurinn, sem hann hitti var strákur á svipuðum aldri. „Hæ,“ sagði læknissonurinn. „Ertu medisínskur eða kírúrgískur?" Sjúklingurinn virtist ekki með á nótunum. „Hvað meinarðu með því?“ „Ég á við, hvort þú hafir verið veikur, þegar þú komst, eða hafa þeir gert þig veikan síðan?“ (Læknablaðið).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.