Úrval - 01.12.1973, Side 28
26
ÚRVAL
innkaupaferð húsmóður nokkrum
mínútum eftir að lagt er af stað.
Hafðu því hugsun á að gera nokkr-
ar öryggisráðstafanir, svo þú verð-
ir ekki eins auðveld bráð þeirra
fingralöngu. ☆
Spírun korns og bauna.
í amerísku tímariti um heilbrigðismál, Let. us Live, er nýlega
sagt frá því, að Kínverjar hafi öldum saman notað spíraðar baunir
og spírað korn til matar. Hér í ritinu og í Matreiðslubók NLFÍ
hefur verið frá því skýrt, að við spírun myndist, C-fjörefni, og að
Indverjar hafi notað þetta ráð til lækningar á skyrbjúgi. Sam-
kvæmt tímaritsgreininni myndast líka mikið af B-fjörefnum, sem
eru að vísu fyrir í korni og baunum, en við spírunina aukast þau,
þannig að sum þeirra fimm- til sexfaldast. í Heilsuhæli NLFI í
Hveragerði er spírað hveitikorn alltaf á borðum að morgninum,
og hér á eftir fer lýsing á því, hvernig farið er að láta það spíra,
og er lýsingin tekin upp úr matreiðslubókinni:
Baunirnar (hér er átt við grænar baunir, en korn má láta spíra
á sama hátt) eru látnar liggja í bleyti í köldu vatni sólarhring og
skipt um vatn þrisvar á því tímabili. Síðan settar á fat eða í skál
(vatninu fleygt), látnar standa þannig 2—3 sólarhringa og vatni
úðað yfir við og við, þannig að þær þorni ekki, en ekki svo miklu,
að vatn standi á botni ílátsins. — Baunirnar eru borðaðar með
spírunum, heilar eða hakkaðar, annaðhvort hráar eða soðnar ör-
stutta stund, eða hitaðar í smjöri eða matarolíu á pönnu. Spírað
korn má borða eins og það kemur fyrir. Einnig má hakka það í
kjötkvörn og búa til úr því brauð og grauta, heilu eða möluðu.
(Heilsuvernd).
Sonur læknisins var að bíða eftir pabba sínum og labbaði sig
inn á barnadeildina á spítalanum. Fyrsti sjúklingurinn, sem hann
hitti var strákur á svipuðum aldri.
„Hæ,“ sagði læknissonurinn. „Ertu medisínskur eða kírúrgískur?"
Sjúklingurinn virtist ekki með á nótunum. „Hvað meinarðu með
því?“
„Ég á við, hvort þú hafir verið veikur, þegar þú komst, eða hafa
þeir gert þig veikan síðan?“
(Læknablaðið).