Úrval - 01.12.1973, Page 54
52
Miklar tilraunir hafa veitt mjög takmarkaðan árangur. En nú
hafa orðið framfarir, sem veitt hafa sérfræðingum vonir.
Er unnt að hafa hemil
á fólksfjölguninni?
Eftir CARL T. ROWAN og
DAVID M. MAZIE
✓í\ /T\ /Ts.
*
* A *
V/ /U A *
M<
*
þeim fáu mínútum,
sem þaS tekur að lesa
þetta greinarkorn
munu 2000 börn koma
með andköfum inn í
veröldina. Og á morg-
un um þetta leyti dags verða íbúar
jarðar orðnir 208 þúsund fleiri en
nú á þessari mínútu — eða sem
svarar öllum íbúum íslands.
Innan viku hefur fjölgað um
hálfa aðra milljón og eftir ár um
76 milljónir, eða álíka marga og
nú byggja Norðurlönd öll að Frakk
landi viðbættu. Aldrei hefur mann-
kyni jarðar fjölgað jafn ört. Frá
örófi alda, allt fram til 1830 náði
mannfjöldi heimsins aðeins einni
billjón. Næst tók það öld að hækka
fjöldann upp í tvær billjónir, en
aðeins 30 ár til 1960 að verða þrjár
billjónir.
f dag er næstum fyllt metið 3,8
billjónir og 200 milljónir munu bæt
ast við árið 1975. Við lok aldarinn-
ar munu billjón manns bætast við
á fimm ára fresti til mengunar og
eyðingar.
Ályktun sú, sem af þessum töl-
um yrði dregin, er því í sannleika
sagt ógnvekjandi — fyrir einstakl-
inga, fjölskyldur, þjóðir og allan
heiminn.
í stað eflingar lífsgæða og hindr-
unar á skorti verða ríkisstjórnir
þjóðlanda þvingaðar af nauðsyn til