Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
hann sér um, að oftast séu birgðir
af víni og mat. til tveggja mánaða.
Frúin er eina konan, sem er reglu-
legur skipverji um borð, og gegnir
hún þar hjúkrunarkonustörfum.
Cousteau er fæddur í Frakklandi
árið 1910 og varð fljótlega hneigð-
ur fyrir uppfinningar. Ellefu ára
gamall komst hann yfir vinnu-
teikningar af 200 tonna lyftitæki
og eftir því smíðaði hann módel.
Faðir hans, sem var lögfræðingur,
sýndi það verkfræðingi einum, sem
spurði eftir vandlega athugun:
„Hjálpaðirðu honum við þetta?“
„Nei,“ anzaði faðirinn. „Því
spyrðu?"
Hinn svaraði: „Strákurinn hefur
gert endurbót á krananum, sem er
ekki á teikningunni og er hægt að
fá einkaleyfi á.“
Hinn ungi Cousteau stundaði síð-
an nám í franska flotaháskólanum
og lauk þaðan prófi annar í röðinni
árið 1933. Að lokinni hringferð um
hnöttinn á skólaskipinu „Jeanne d‘
Arc“, og eftir ferð sem yfirmaður
til Shanghai, hóf hann nám í flota-
skólanum í Frakklandi. En rétt áð-
ur en hann skyldi ljúka prófi þar
lenti hann í bílslysi eina þokunótt
með þeim afleiðingum, að hann
brotnaði á báðum handleggjum og
særðist á brjósti.
Eftir nokkurra daga dvöl í sjúkra
húsi hljóp illska í vinstri handlegg-
inn, og skurðlæknir ráðlagði aflim-
un til að forðast bráðan bana. Cou-
steau hafnaði þeirri greiðasemi, og
endirinn varð sá, að handleggnum
var bjargað. En hægri handleggur-
inn var lamaður. Átta mánuðum
eftir slysið gat Cousteau einungis
hreyft einn fingur. En með þjálfun
og seiglu tókst honum að bjarga
þeim handlegg líka.
Nú þótti honum allir vegir færir
og hraðaði hann sér til herþjón-
ustu og var falið að halda til Mið-
jarðarhafsins. Þar notaði hann oft-
lega tækifærið til endurhæfingar
með því að svamla í sjónum með
vinum sínum.
Um þessar mundir var hann
staddur í Toulon, og þar í nágrenn-
inu gerðist það árið 1936, að Guy
Gilpatirc, höfundur vinsælla sagna
um lífið á sjónum, hafði byrjað til-
raunir með köfun með sem einföld-
ustum búnaði í stíl við perlukafar-
ana í suðurhöfum, sem notuðu fátt
annað en vatnsþétt gleraugu. Cou-
steau prófaði bessi tæki, og með
þeim góða árangri, að nú sá hann
í fyrsta sinn hinn undursamlega
heim undirdjúpanna. Og eftir þetta
var hann staðráðinn í að finna upp
köfunaraðferð, sem gæfi honum
sem mest frjálsræði í athöfnum.
En tilraunir hans voru gerðar að
engu með seinni heimsstyrjöldinni.
Eftir fall Frakklands gerðist hann
félagi í neðanjarðarhreyfingu
Frakka, og síðar átti hann eftir að
hljóta heiður fyrir störf sín þar.
Enda gerði hann margt gagnið fyr-
ir bandamenn á stríðstímunum.
O—O
Meðan Cousteau starfaði hjá
bandamönnum hélt hann áfram að
kafa í Miðjarðarhafinu. „Þjóðverj-
arnir töldu mig vera algeran mein-
leysingja," sagði hann síðar, „og ég
hamaðist við að láta bá halda það.“
En í raun aflaði hann ýmissa upp-
lýsinga um hreyfingar þýzka flot-