Úrval - 01.12.1973, Page 77
75
Hin nýfundna halastjarna tekur [ram öllum slíkum,
sem áður hafa þekkzt. Gisinn halinn mun bylgjast
tugi milljóna mílna yfir vetrarhimininn.
Halastjarna aldarinnar!
Eftir EMILY og OLA D AULAIRE
kömmu eftir jól þetta
ár (1973) og fram í
janúar 1974 fer fram
stórfengleg sýning
náttúruaflanna á upp-
himninum: Halastjarna
kemur í heimsókn — og hún ekki
af smærri gerðinni. Nafn hennar er
Kohoutek-halastjarnan, kennd við
uppgötvara sinn, Lubos Kohoutek,
stjörnufræðing við stjörnuathugun-
arstöðina í Bergendorf, Vestur-
Þýzkalandi.
Skin halastjörnu þessarar mun
verða fimmtungur á við birtu fulls
tungls og er þar með jafnvel enn
bjartari en hin fræga Halley-hala-
stjarna, sem síðast sást frá jörðu
árið 1910. Geislandi hausinn er um
16 þúsund km í þvermál, og gisinn
*****
* *
* c *
* o *
*
****
halinn bylgjast á eftir yfir tugi
milljónir kílómetra.
Hin vofulega stjarna mun birtast
nótt eftir nótt, með hausinn stefn-
andi að syðri sjóndeildarhring en
halann sperrtan upp á við. Fyrir
sjónum okkar mun hún sýnast
standa kyrr, en það er blekking,
sem stafar af hinni miklu fjarlægð.
I raun og veru geysist ferlíkið
áfram gegnum rúmið með ofsa-
hraða, sem er nær tvö þúsund km
á klukkustund. Fred L. Whipple
forstjóri rannsóknarstöðvarinnar í
Harvard segir: „Þetta gæti vel ver-
ið halastjarna aldarinnar."
o—o
Saga Kohoutek-kómetunnar hófst
hinn 7. marz síðastliðinn, þegar
Kohoutek var að vinna með stjörnu