Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 79
HALASTJARNA ALDARINNAR!
77
un“ í næstum 2000 ár, og er von á
henni á ný árið 1986.
o—o
Mikið hefur gerzt í vísindaheim-
inum frá því Halley-kómetan sást
síðast, eða árið 1910, og sú, sem
kennd er við Kohoutek, verður
áreiðanlega rannsökuð vel af
st j örnuskoðurum.
„Halastjörnur eru frumstæðustu
þegnarnir í sólkerfi voru,“ segir
Whipple, „og hafa orðið til á sama
tíma og sólin og reikistjörnurnar
fyrir á að gizka 4.6 billjón árum.
En þar sem allt annað hefur verið
háð vissri framþróun, hafa hala-
stjörnurnar staðið í stað — og því
hljóta þær að geyma einhverja vit-
neskju um uppruna sólkerfisins.“
Ástæðan til þess, að halastjörnur
hafa rásað óbreyttar um geiminn í
margar billjónir ára, er sú, að braut
ir þeirra ná langt út fyrir sólkerf-
ið, en þar er heljarfrost, sem kem-
ur í veg fyrir allar efnabreytingar.
Halastjörnur eru yfirleitt ekki
eins mikil ferlíki og margir halda.
Þær eru flestar frá einni til nokk-
urra tuga mílna í þvermál og eru
samsettar af frosnum gastegundum
og venjulegum ís, og innan um er
eilítið af loftsteinaryki.
Þar eð halastjörnur skipta billj-
ónum, mynda þessar risa-,,snjó-
kúlur“ nokkurs konar slæðu utan
um sólkerfið í fjarlægð, sem mað-
ur á erfitt með að gera sér grein
fyrir. Þær fara svo langt, að segja
má, að þær ráðist inn í „bakgarð“
annarra sólkerfa. Endrum og eins
gerist það, að reikistjarna frá slíku
sólkerfi fer í gegnum kómetuský-
ið líkt og byssukúla gegnum bý-
kúpu. Við þetta hrökkva sumar
halastjörnur út úr sólkerfinu og eru
eilíflega glataðar. Stöku sinnum
tekur ein stefnuna á okkar sól, eins
og kom fyrir halastjörnu Kohou-
teks —■ ferðalag, sem getur tekið
milljónir ára. En slíkar halastjörn-
ur eiga flestar eftir að eyðast upp
og hverfa.
Jarðarbúar urðu vitni að stór-
fenglegum endalokum halastjörnu
árið 1872, þegar íbúar Evrópu (þá
var dagsbirta í Norður-Ameríku)
litu á himni ofsalegt gneistaflug,
sem engin dæmi voru til áður í
sögunni. Hundruð loftsteina þutu
um næturloftið á mínútu hverri, og
brugðu birtu á borgarstræti, akra
og skóga á þúsunda ferkílómetra
svæði.
Útreikningar sýndu, að loftstein-
ar þessir voru leifar halastjörnu,
sem molnað hafði í sundur frá því
síðast hafði verið eftir henni tekið
fyrir tuttugu árum. Með því að
skera braut hennar hafði jörðin
lent á hala hennar og valdið þar
með öllum þessum eldglæringum.
Árekstur við þéttan halastjörnu-
kjarna mundi hafa alvarlegri af-
leiðingar. Um þetta segir Whipple
einfaldlega: „Stór halastjarna eins
og sú, sem kennd er við Kohoutek,
mundi leiða af sér á yfirborði jarð-
ar firnastóran gíg, kannski 80 km
í þvermál."
Hraði, sem næmi þúsundum kíló-
metra á klukkustund, gæti á svip-
stundu þurrkað út borg á stærð við
New York. En kómeta sú, sem hér
um ræðir, felur ekki í sér neina
slíka ógnun. Mesta jarðnánd henn-