Úrval - 01.12.1973, Page 80
78
ÚRVAL
ar, sem er dagsett 15. janúar 1974,
verður 120 milljón km!
. Enda þótt möguleikar á árekstri
jarðar og halastjörnu séu afar litl-
ir, hefur slíkt kornið fyrir. Fyrir
65 árum sprakk lítil halastjarna
fyrir ofan skóglendi í Norður-Sí-
beríu. Hvert einasta tré í 15 km
fjarlægð féll á hliðina og fólk
missti fótanna í þrisvar sinnum
meiri fjarlægð.
o—o
Á norðurhelmingi jarðar mun
Kohoutek-halastjarnan verða sýni-
leg berum augum, þegar hún kem-
ur nálægt sólu í lok nóvembermán-
aðar. En mest ber á henni eftir 28.
desember, þegar hún fer í U-laga
beygju um sólina og kemur nær
jörðu. Þá munum við sjá hana í
fullum skrúða, þar sem hún glitrar
á suðurhimninum.
Whipple ráðleggur okkur, hvern-
ig njóta skuli fyrirbærisins: „Veldu
þér stað, sem stendur hátt, þar sem
gott útsýni er til suðvesturs. Haf-
irðu tök á kíki, skaltu nota hann.
Stjarnan verður í beztri augsýn um
klukkan hálfsex að kvöldi frá 10
—15. janúar rétt eftir sólsetur og
fyrir sólarupprás."
í febrúarlok verður þessi gestur
utan úr geimnum horfinn á braut
— lítill gestur á stjarnfræðilegan
mælikvarða, komandi frá helköld-
um útjaðri sólkerfis vors, varpandi
dularfullum bjarma yfir vetrarríki
vort jarðarbúa.