Úrval - 01.12.1973, Side 93
91
Sjúkdómur, sem hrjáir milljónir manna um heim allan.
En ný lyf oy handlæknisaðgerðir gefa sjúklingum
sífelll meiri vonir um bata.
Þjarmað að drápara
Eitir STANLEY L. ENGLEBARDT
m-M-m
*
*
jörutíu daga gamall
hvítvoðungur með
bólgna og svera fingur.
Kraftalegur þrítugur
byggingaverkamaður,
sem veinar á hverjum
morgni eins og barn, er hann strit-
ast við að færa sig í sokka og skó.
Hálffimmtug húsmóðir, sem er
bundin við hjólastól sökum þess,
að hnjáliðirnir bera ekki lengur
líkamsþungann.
Það sem þessar þrjár manneskjur
hafa sameiginlegt, er einn algeng-
asti sjúkdómur heims: liðagikt
(rheumatoid arthritis, skammstafað
RH).
Sjúkleiki þessi, sem venjulega
fer hægt af stað, hrjáir til dæmis
á sjöttu milljón Bandaríkjamanna,
og eru einkennin almenn þreyta,
stirðleiki og verkir. Síðan gerist
það, stundum á einni nóttu, að ein-
kennin færast yfir á ein eða fleiri
liðamót sem sárir verkir, bólga og
roði.
Eftir því sem sjúkdómurinn sæk-
ir á, getur hann náð til lungnanna,
húðarinnar, blóðæðanna, vöðvanna,
miltans, hjartans og sérstaklega hjá
þeim ungu —• augnanna.
O—O
Enda þótt liðagikt geti skotið upp
á hvaða aldursskeiði sem er —
Pompidou Frakklandsforseti er
dæmi um einn, sem fengið hefur