Úrval - 01.12.1973, Síða 106
104
ÚRVAL
ford-háskólanum. En þessi herbergi
fékk ég aldrei að sjá, því aðgangur
að þeim er ekki leyfður ferðalöng-
um. En herbergi þessi, sem í tím-
anna rás voru vistarverur ýmissa
frægðarmanna, eru heilagar í mín-
um augum. Vil ég þar helzt nefna
rithöfundana John Donne, John
Henry Newman og Arthur Quiller-
Couch. Hafi ég einhverja getu til
skrifta á enska tungu, þá er það
að þakka þessum mönnum, og til
dauðans mun ég þrá að líta inn í
gömlu skólaherbergin þeirra og
blessa nöfn þeirra.
Quiller-Couch var stór hluti af
menntun minni. Þegar ég var seyti-
án ára gömul, fór ég dag einn til
almenningsbókasafnsins í leit að
bókum. sem fjalla um listina að
skrifa. S’g'fann fimm um þetta efni,
sem Quiller-Couch hafði skilið eft-
ir handa nemendum sínum í bók-
mennturo í Cambridge.
Það tók mig ellefu ár að komast
gegnum þessar fimm kennslubæk-
ur, því ég fór eftir öllum ábend-
ingum höfundarins um að kynna
mér ýmiss konar efni, sem að gagni
gæti komið. Og þannig hlóðst náms
efnið upp, einn bókarkaflinn eða
bókin sem ég las, rak mig til að
halda lengra.
Sunniidaginn 17. júlí.
Eg geymdi mér stóru stáðina
þriá, — Westminster Abbev, The
Tower og St. Paul-dómkirkjuna -
til síðus^u. vikunnar, oa er fegin,
að hafa gert það. Sú vitneskia, að
til stæði að siá bessa staði, kmn í
veg fyrir alla heimþrá hiá mér í
ótíma.
Þennan morgun vaknaði ég með
mikla tilhlökkun í hjarta, því ég
ætlaði með þeim Sheilu og Nóru til
Abbey eftir hádegið,
Það gekk fram af mér að sjá, að
Henry Irving skuli vera grafinn í
Westminster Abbey, þar sem Ellen
Terrý hefur ekki verið sýnd sú
virðing. Henry Irving var einn af
þessum leikurum eins og Garrick,
sem ýmsar munnmælasögur hafa
myndazt um, og var hann nánast
átrúnaðargoð Lundúnabúa á síðasta
áratug nítjándu aldarinnar. Ellen
Terry var konan í lífi hans. Úg
fékk mikið dálæti á henni við að
kynna mér bréfaviðskipti hennar
við George Bernard Shaw, og mér
þykir það bera mikinn vott um
þjóðrembing, þar sem Irving er
grafinn í Westminster Abbey, að
Ellen skuli vera búinn legstaður
annars staðar, eða í Covent Gard-
en. Þangað ætla ég að fara síðar.
Á leiðinni aftur heim til Nóru
til kvöldverðar námum við staðar
í Waterlow Park. Garður þessi
stendur hátt yfir borginni, enda má
lesa á sólskífunni: „Þessi sólskífa
stendur í sömu hæð yfir sjávarmáli
og turntoppurinn á St, Paul-dóm-
kirkjunni“. Og þegar maður lítur
yfir hæðirnar, fæst staðfesting þess
ara orða: Turntoppurinn á um-
ræddri kirkju er einmitt í siónhæð.
Öðrum mesin við garðinn er
tveggja hæða hús með háum svöl-
um. Þjóðsagan segir, að barna hafi
átt heima Charles II. og Nell Gwyn.
Nell ól honum son, og hún nauð-
aði í Charles að veit.a honum ein-
hvern titil, en hann hummaði það
jafnan fram af sér. Svo gerðist það