Úrval - 01.12.1973, Page 117
TVEIR HEIMAR — TVENNIR TÍMAR
115
fluttur í sjúkrahús í skyndi, þegar
biti stóð í hálsinum á honum, hlup-
um við hrópandi eftir sjúkrabíln-
um:
„Bill, hver má eiga leifar þínar
á diskinum?"
Þegar Davíð, bróðir minn, var
ásamt skólasystkinum sínum að
skoða beinagrind úr feiknarmiklu
fornaldarskrímsli í náttúrugripa-
safninu, varð honum að orði:
„Svakalega súpu hefði hún
mamma getað soðið úr öllu kjötinu
af þessu dýri.“
„Lifur handa kettinum,“ var al-
gengt bragð í verzlunarferðum
okkar. Það skildu víst allir, nema
slátrarinn.
„H,erra slátrari, lifrin, sem þú
fleygðir til mín fyrir köttinn í gær,
var ekki góð.“
„Varð kötturinn veikur af
henni?“
„Veikur! Já, ég er viss um, að
hann getur ekki farið í skólann í
tvo daga.“
Aurarnir, sem ég vann mér inn
á raunalegum rigningardögum,
komu seinna að gagni. En sannleik-
urinn er samt sá, að eyrir er varla
eyrisvirði lengur. Og segi læknir
við þig í glettnisróm, að þú sért
öruggur að heilsu eins og gengi
dollarans, þá máttu sannarlega
gæta heilsunnar, nú orðið.
Og satt að segja. Ætti ég að lifa
þetta allt aftur, hefði ég varla efni
á því. Ég eyddi mörgum árum æv-
innar aðeins við það að láta end-
ana ná saman.
Og nú — loksins, þegar ég hef
ráð á því — þá hafa þeir fært end-