Úrval - 01.12.1973, Page 127
TVEIR HEIMAR — TVENNIR TÍMAR
125
þá er hafizt handa og sýnt, hvað
þau vilja.
í gömlum kvikmyndum voru hug
myndirnar um „hitt“ meðhöndlað-
ar mjög hæversklega. „Það“ var
alltaf boðað, en aldrei sýnt. Ef par-
ið fór út í skóg og fuglarnir flugu
ákaft í hring, það var „hitt“. Sama
var, ef býfluga saug blóm.
Tvær sígarettur, sem brunnu út
saman í öskubakka. Það var „hitt“.
Eða plata, þar sem nálin sat föst í
sama fari. Það var líka „hitt“.
Nýtízku kvikmyndatækni gerir
ímyndunaraflið óþarft. Á nokkrum
mínútum má gefa ástföngnu pari
þá fræðslu, sem mundi taka sex
daga á fæðingardeild.
Þegar Emily, dóttir okkar, fór að
eiga stefnumót, töluðum við um,
hvað væri að vera fallegur.
Ég gaf í skyn, að raunverulega
fallegt fólk „væri ekki nauðsynlegt
í flugvélasamstæðu, peningasam-
stæðu, kynsamstæðu, en það væri
nauðsynlegt í sálarsamstæðu". Svo
mælti ég og lagði fram nokkrar
einfaldar ábendingar um fegurð.
Fallegar varir þurfa fögur orð.
Fögur augu leita góðleikans í
fólki.
Fagurt vaxtarlag tekur þátt í
hungri heimsins.
Fögur framkoma og fas — aldrei
einn á ferð. Börn nú á dögum hafa
miklu meira frelsi en var á mínum
bernskuárum. Þau vilja gjarnan
„frelsa“ mig. En hugmyndir þeirra
um frelsi eru ólíkar mínum.
Mitt frelsi þýðir réttindi til að
velja eitthvað minna en fullt frelsi
eða kannski ekki frelsi, með tilliti
til annarra, sameiginlegra verð-
mæta, eins og helgidóma og lotn-
ingar, að geta gefið frjálslega í þágu
annarrar persónu.
Á barnum mínum kom þessi
menningararfur til umræðu. Mér
var bent á mannréttindi. Ég skyldi
veita þeim viðtöku af erfðavenju,
sem segir:
„Ég hef rétt til að gera rétt,
ganga fram í réttlæti, gjöra rétt,
hjálpa hinum þurfandi, lækna