Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 9
7
stjórnmálaágreining þessara tveggja
grannþjóða.
En þessa stundina að minnsta kosti
er lýðræðið lifandi og við góða heilsu
í fæðingarlandi sínu. Þrátt fyrir allt,
sem Konstantín Karamanlis hefur
orðið að horfast í augu við, hefur
hann sannað, — eins og Churchill
gamli sagði einu sinni — að lýðræði
er versta hugsanlegt stjórnkerfi — að
öllum hinum undanteknum.
★
Pierre Franz Chapou, fyrrum starfsmaður við Kennedy Center,
hefur alist upp við þann diplomatiska sið að kyssa á hendur kvenna.
Þetta er í rauninni táknræn athöfn, og sá sem kyssir ber handarbak
konunnar aðeins upp undir varir sér, en lætur hana ekki snerta, nema
um sé að ræða konu sem hann þekkir vel, eta líklegt sé að góð kynni
takist. Evrópskar konur þekkja þennan sið og láta karlmanninn um
að stjórna höndinni til þessarar táknrænu athafnar.
,,En amerískar konur eru ekki vanar handarkossi,” segir Chapou.
, ,Þegar maður hneygir höfuðið til að kyssa hönd hennar, er hún öll af
vilja gerð til að hjálpa, þannig að þegar maður lýtur fram, kippir hún
höndinni á móti. Af þessu hef ég fengið margt ærlegt höggið beint
framan á neflð. ’ ’
Field Newspaper Syndicate
Ég var komin sex mánuði á leið, þegar ég hóf síðasta námsmisseri
mitt í háskólanum. Ég var á gangi í húsnæði félagsfræðideildarinnar
dag einn, þegar ég var allt í einu þrifin heljartaki — þó ekki
óþægilegu — aftan frá, og snarsnúið við. Eg stóð augliti til auglitis
við ungan mann, sem ég hafði aldrei áður séð. Hann horfði upp-
glenntum augum á kúluna framan á mér. Náfölnaði og missti
bækurnar á gólfíð. Hann leit hægt upp eftir mér, þangað til augu
hans staðnæmdust við andlit minn. Þá snögg birti yfir honum, hann
rak upp gleðihróp og þreif mig 1 fangið. ,,Guði sé lof!” hrópaði
hann. ,,Þúenönnur!”
M. C. Davenport.