Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
Þaðsem aðrir hugsuðu
Meðan Joe Quinlan var í vitna-
stúkunni, rann upp sú stund, að
Ralph Porzio, lögfræðingur
læknanna, gagnyfirheyrði hann.
Porzio var að rekja viðburðarásina
meðan Javed læknir var árangurslaust
að reyna að venja Karen af öndurnar-
vélinni.
Spurning: Sagði Javed þér ekki, að
ekki væri hægt að taka öndunarvélina
fráKaren?
Svars: Hann sagði, að hún myndi
sennilega deyja.
Spurning: Og það var hluti af
ákvörðuninni, var það ekki, loka-
ákvörðuninni, herra Quinlan,
ákvörðun þinni, eftir langar bænir,
aðþú vildiláta þaðgerast?
Svar: Ég vildi ekki láta hana deyja.
Ég vildi aðeins fjarlæjga þessi tæki frá
henni og láta guð ráða.
Spurning: Það er ísamræmi við trú
þína, herra Quinlan, og í samræmi
við rómversk-kaþólsku kirkjuna, að
maður deyi ekki í raun og veru — að
það sem við í þessum heimi köllum
að deyja, sé í rauninni ekki dauði. Er
það ekkirétt?
Svars: Að það sé aðeins dauði þessa
heims eins og við þekkjum hann. Að
til sé betri heimur.
Sþurning: Er það aðeins tilveru-
stig, sem við erum nú á?
Svar: Já.
Sþuming: Og þá, skulum við
segja, til þess að orða það mildilega,
lýkur því, og við færumst inn í annan
heim. Erþað ekkirétt?
Svar: Við snúum aftur til okkar
eilífu heimkynna.
Spurning: Og það sem þú vildir
gera fyrir Karen var að hjálpa henm
aftur til lífs af eigin rammleik, án
tækja, svo að, vœriþaðguðs vilji, hún
færðist inn í betra og eilífra líf — er
það ekkirétt?
Svar: Jú, herra minn, væri það guðs
vilji.
Porzio: Þetta er nóg.
Þegar Joe steig niður úr vitnastúk-
unni og kom til Juliu, fannst henni
hún aldrei hafa fundið til eins mikill-
ar væntumþykju í hans garð og
aldrei hafa verið eins stolt af honum
og þá — manninum, sem hún hafði
verið gift í 29 ár.
Paul var alltaf að tala við okkur
um göfugmennsku — um þær
göfugu hugsjónir, sem við værum
fúlltrúar fyrir — og allt í einu
fannst mér ekki meiri göfug-
mennska til er sú sem fannst í
manninum mínum. Ég held ekki
að utanaðkomandi fólk hafí gert
sér grein fyrir því, hve erfitt það
var fyrir þennan tilfinninganæma,
hljóðláta mann að opinbera huga
sinn frammi fyrir öllum — þótt
það hafí haft samúð með honum.
Ást hans á Karen, ást hans á
Kristi, allt þetta kom svo berlegaí
ljós. Ég varsvo stolt af honum.