Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 21
19
^Úr Ijeimi lækna visirjdanija
ÁLÍMDAR PILLUR
Ný gerð af pillum — sem er límd
bak við eyra neytandans — vekur
góðar vonir um að gera megi lífið
léttara fyrir þann fjölda manna, sem
þjáist af of háum blóðþrýstingi. Eins
og er munu aukaverkanir þeirra lyfja,
sem sjúklingar af þessu tagi láta ofan í
sig, vera býsna óþægilegar með köfl-
um.
Þessi nýja pilla er á þykkt við hefti-
plástur og stærð við flotkrónu. Þeim
megin á henni, sem að hörundinu
veit, er hún með gljúpri skán, sem
lyfið síast hæfilega hratt í gegnum.
Húðin tekur við því og flytur það
beint inn í blóðrásina. — Þetta fyrir-
brigði er enn á tilrauanstigi, en svo
langt sem marka má það sem komið
er, mun óhætt að segja að aðferðin
lofi góðu.
„Þetta er bylting,” segir Stephan
Sallan, læknir og aðstoðarprófessor í
barnalækningum við barnaspítala
læknaskólans í Harvard, en hann
hefur unnið að þróun þessarar að-
ferðar: Að nota álímdar pillur í
staðinn fyrir inntökur.
Jane Shaw, læknir og yfirmaður
rannsóknahópsins, sem býr til álímd-
ar pillur hjá Alza Pharmaceuticals í
Palo Alto í Kaliforníu, er mjög ánægð
með árangurinn. „Sérstaklega opnar
þetta nýjar leiðir í baráttunni við of
háan blóðþrýsting. Af flestum lyfj-
um, sem tekin eru inn, fara aðeins
um tíu prósent beint út í blóðið. Fyrst
fær viðkomandi of stóran skammt af
lyfinu, en síðan dregur úr áhrifum
þess þangað til það berst líkamanum í
of smáum mæli. Álímda pillan
skammtar lyfið hins vegar hæfilega
hratt, þannig að sjúklingurinn fær
alltaf jafnan skammt og réttan. Þetta
minnkar óæskilegar aukaverkanir
verulega, þar sem þær spretta af yfir-
skammtinum. Það lyf, sem hér um
ræðir, heitir Clondine, og þegar það
er tekið inn — gleypt — eins og nú
tíðkast, verða aukaverkanirnar í fyrstu
ákaft slen, þurrkur í munni og kyn-
ferðisleg vangeta. Með álímdri pillu
skammtast alltaf rétt magn inn í
blóðið og aukaverkananna verður
ekki vart.
Shaw segir, að pillur með clondine
hafi verið Iímdar á 40 tilraunaaðila
(með eðlilegan blóðþrýsting), og hafi
árangurinn verið 100%. Lyfíð hélst í
blóðinu í stöðugum mæli þá sjö daga,
sem hver pilla entist, og engra auka-
verkana varð vart.
Arnold Beckett, prófessor í lyfja-
fræði við Chelsea College, University
of London, segir: „Álímda pillan er
örugg og mjög nákvæm aðferð til
lyfjagjafar. Þar að auki má segja, að