Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
Það er heldur ekki með vilja karlljóns-
ins, að ljónynjurnar og ungarnir taki
þátt í veislunni, sem eftir fylgir. í
rauninni eru það ljónynjurnar, sem
eru dugiegastar að veiða — þær veiða
níu tíundu hluta af því, sem ljónin
yflrleit veiða sjálf. Ljónynjurnar
laumast að bráðinni, ná henni á stutt-
um rokuspretti og velta bráðinni til
jarðar, þar sem þær drepa hana hægt
og kveljandi með því að kyrkja hana.
En alveg eins oft klúðra þessir risa-
kettir alveg veiðinni og hefja loka-
sprettinn of fljótt eða dæma fjarlægð-
ina ranglega. Best gengur, þegar ljón-
in veiða í hóp. Ef bráðin sleppur
undan einu ljóninu, fellur það í klær
annars.
Loks kemur í ljós, að konungur
dýranna er beinlínis níðlatur og sefur
eða mókir 20 tíma á sólarhring. Ef
honum heppnast ekki að stela mat frá
minni rándýrum eða finna sjálfdautt
dýr, nennir hann ekki að huga að
veiði sjálfur nema einn eða tvo tíma.
Og þá getur skeð, að fullorðin ljón
drepi hvert annað.
Þýðir þetta, að ljónið sé bara illa
valið dæmi um göfgi náttúrunnar?
Alis ekki, svarar Rensberger. Málið er
einfaldlega það, að ljónin lifa ekki í
samræmi við það hátterni, sem við
mennirnir höfúm talið okkur trú um.
Rensberger vitnar í Encyclopaedia
Britannica, sem segir að ,,hýenur eru
fyrst og fremst hræætur, sem mestan
part eru háðar veiðileifum ljóna, á
þeim svæðum sem þær lifa á. Þótt hý-
enur séu yfirieitt ragar, eiga þær þó
til að ráðast á hjálparlaus dýr og sýna
móð, þegar suiturinn knýr”. Hann
segir, að þótt þessi lýsing komi full-
komlega heim við almennan skiining
á hýenum, sé fátt rétt í henni. Hann
styðst við niðurstöðu Hans Kruuk,
hollensks atferlisfræðings, sem dvalið
hefur mörg ár í Afríku til að rannsaka
hátterni villdýra. Og niðurstöður vís-
indamannsins koma vægast sagt á
óvart. Kruuk komst maðal annars að
raun um, að mikilsverðasta bráð hý-
enunnar var oftar hraustir, ungir gný-
ir eða sebradýr heldur en sjúk eða
hjálparlaus dýr. Meira að segja er ekki
alveg fárítt, að hýenur leggi að velli
hið herskáa afríska villinaut, sem er
um hálft tonn að þyngd.
Hýenan hleypur að hópi gnýja og
dreifir honum. Hún velur sér ákveð-
inn gný og veitir honum eftirför. Við
það getur hún hlaupið með allt upp í
65 km hraða, allt að 5 km í lotu. Þeg-
ar hýenan nær bráð sinni, keyrir hún í
hana tennurnar af svo miklu afii og
svo snöggt, að dýrið stóra lamast og
fellur á fáeinum sekúndum. Hýenan
drepur sem sagt fljótt og hreinlega —
og hana köllum við hræætu!
En hvers vegna hefur hýenan þá
áunnið sér þetta orð? Sennilega með
því að vera fráhrindandi í útiiti og
falla því vel að þessu hlutverki. Þar
við bætist, að hýenur veiða um nætur
og hafa því ekki verið mikið athugað-
ar. Við sólarupprás kemur ljónið í
ljós við bráðina að velli iagða, meðan
hýenurnar luntast álengdar. Þess
vegna hefur alltaf verið gengið út frá