Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL
Árla morguns 15. aþríl 1975 féll hin 21 árs gamla Karen Ann
Quinlan í dá af óþekktri ástæðu. Þegar Ijóst var, að hún myndi
aldrei framar fá meðvitund, ákváðu foreldrar hennar að frá henni
yrði tekinn sá vélaútbúnaður, sem hélt í henni lífinu, og örlög
hennar falin guði á vald. Þetta var ekkiflókið mál, aðþví er virtist
— en þegar ístað komu upp fjölmargar siðferðilegar og lagalegar
spurningar. M.áttur fjölmiðlanna er slíkur, að málið vakti þegar í
stað heimsathygli, en oft var það skrumskælt og fékk á sig blæ
æsifrétta. A síðasta árí gáfu Quinlanshjónin sögu sína út í bókar-
formi. Það, sem hér fer á eftir, er útdráttur úrþeirrí bók.
> V \y vt/ \r/ \y
✓K \ /K /K
1*
*
* >K T
•x * J
VK
>K>K>K>K>K
ULIA Quinlan reis fyrst
úr rekkju þennan
morgun. Hún setti upp
teketilinn og sótti síðan
blaðið fram í dyr. Þvert
yfir forsíðuna var svartur borði með
hvítum stöfum: FAÐIR LEITAR
LAGALEGS RÉTTAR TIL AÐ LÁTA
DAUÐVONA DÖTTUR SlNA
DEYJA:
í fréttinni stóð, að síðan snemma
morguns 15. apríl 1975, nærri fimm
mánuðum áður en þetta var, hefði
Karen Ann Quinlan, 21 árs, legið í
dái af ókunnum orsökum. Hún hefði
orðið fyrir óbætanlegum heila-
skemmdum, og læknavísindin gætu
enga von geftð um bata. Öndun
hennar væri haldið gangandi með
öndunarvél, sem tengd væri við
barkann. Nú væru foreldrar hennar
að leita heimildar til þess að taka
öndunarvélina frá henni.
Julia stóð sem lömuð. Hún reikaði
t áttina að stiganum með blaðið í
hendinni og ætlaði að kalla á mann-
inn sinn. Hún gleymir því aldrei,
hvernig henni leið:
Áfallið af því að sjá nafn dóttur
minnar í blaðinu var svo skelfilegt
— þetta stóra orð, DEYJA — að
ég réð ekki við mig. Ég lét fallast
niður í stigann og fór að kjökra.
Sonur minn, John, heyrði til mín
og kom hlaupandi fram úr
herberginu sínu, kraup hjá mér og
lagði handleggina utan um mig.
Hann spurði hvað væri að. Ég gat
ekki svarað og þurfti þess heldur
ekki. Blaðið lá útbreitt x stiganum
hjá mér. Hann sá það og sagði:
,,Ö, mamma ...”
Seinna þennan morgun komu þau
Paul Armstrong, þrítugi lögfræðing-
urinn, sem fór með málið af hálfu
Quinlanhjónanna, og María,
kona hans. Þau sátu öli við eldhús-
borðið, þegar síminn hringdi. Mary
Ellen, 19 ára dóttir Josephs og Juliu
Quinlan, svaraði. Julia segir frá: